föstudagur, október 26, 2007

The old Americans

Í morgun fór ég út í Melabúð að kaupa inn fyrir daginn, en það er smá kvefpest kominn í börnin. Ég þurfti því að taka mér frí í vinnunni til að sinna þeim. Þegar ég gekk inn í Melabúðina tók ég eftir manni sem horfði óvenjulega lengi í augun á mér. Svona meira en kurteisisleg mállaus augngota sem kemur í staðinn fyrir "góðan daginn". Ég spáði nú ekki mikið í það og gekk áfram í brauðdeildina. Áður en ég vissi af var þessi maður, sem ég heyrði þá að var bandaríkjamaður, kominn í hrókasamræður við starfsmann búðarinnar um e-a vöru sem starfsmaðurinn hafði gleymt að panta fyrir hann. Bandaríkjamaðurinn var almennilegur og kurteis, eins og þeirra er nú vani.
En ég hélt áfram að tína vörur ofan í kerruna. Þegar ég kom svo að kassanum vildi svo skemmtilega til að bandaríkjamaðurinn stóð þar fyrir framan mig, í hrókasamræðum nota bene, við kassastarfsmanninn. Sá starfsmaður virtist líka talið vel og þeir héldu ótrauðir áfram þó að ég kæmi að. Samræðurnar voru háværar og taka skal fram að þetta var kl 9:30 um morgun! Hér er hluti þeirra, þýddur yfir á íslensku:

Bandaríkjamaður: "þegar ég var alltaf á kóki var ég vanur að bjóða fullt af konum út á deit. Svo þegar ég sótti þær nokkrum dögum síðar þá fékk ég algjört sjokk yfir því hvað þær voru ljótar"

kassamaður: "Já ég held að við höfum allir lent í því að draga stelpur með okkur heim af djamminu sem við vöknum svo með daginn eftir og sjáum þá að þær eru bæði gamlar og ljótar"

Á þessum tímapunkti voru þeir farnir að gjóta augum að mér þegar þeir hlógu. Ég brosti prúðlega með og reyndi að ignora þá staðreynd að virðuleg eldri kona stóð nú fyrir aftan mig í röðinni.

Og þeir héldu áfram:
Bm: " Hey þið vitið hvað Coyote ugly er? Er það ekki?"

Ég hafði svo sem heyrt hvað það er en ég bjóst ekki við því að hann væri að spyrja til að fá svar. Kassamaðurinn var núna greinilega farinn að vera vandræðalegur, fastur með þennan ofurhreinskilna og málglaða ameríkana. Á meðan að eldri konan beið og hlustaði á sögur um kókaín og ljótar konur.

Bm: " Coyote ugly er þegar að þú vaknar daginn eftir með ókunnugri konu í rúminu og hún liggur þétt upp að þér þannig að handleggurinn á þér er fastur undir henni. Þá viltu frekar naga handlegginn af þér en að vekja hana".

Svo skoppaði ameríkaninn út úr búðinni, sennilega til að deila fleiri sögum með grunlausum gangandi vegfarendum. "Hey, getur þú sagt mér hvar þjóðminjasafnið er? og var ég búinn að segja þér hvernig ég var alltaf útúr-kókaður að flaga dömur. Áttu 20 mín aflögu?"


Nú hafa vísindamenn fundið út að sumir neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir. Það á ekki eftir að bæta eineltið og stríðnina!

Pæling! - Rappmyndbönd = fáklæddar konur, peningaseðlar, sportbílar og menn í dýrum design fatnaði.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heyrði þetta með neanderlandsmennina og var hugsað til þín....en afhverju eru rapparar aldrei með rautt hár...kisstu konu þína frá mér (ekki sleik)bibban

7:24 e.h.  
Blogger Óli said...

Það er vegna þess að carrot top eyðilagði skemmtanabransann fyrir okkur...næstu árin. Við Valgerður erum hætt að fara í sleik, allavega í nokkur ár. Síðast þegar við fórum í sleik þá varð hún ólétt.

10:43 e.h.  
Blogger grojbalav said...

Ólafur þó!



-Valgerður

11:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahahaha!!






Ösp

1:16 e.h.  
Blogger Nína said...

Hahahahahahah!
oj.

1:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home