föstudagur, október 26, 2007

Ekki amalegt!

Nei það er sko ekki amalegt að vera með þessi einkenni:

hugmyndaríkur + tölvukunnátta

Vegna þess að á tækniöld getur það borgað sig og í raun orðið
= RÍKUR. Skít ógeðslega ríkur.

Nýjasta dæmið er hann Mark Zuckerberg, 23 ára gamall njörður sem útskrifaðist frá Harvard ekki fyrir svo löngu síðan. Á meðan hann var í skólanum setti hann á fót síðu sem átti að auðvelda fólki að kynnast, svokallað tengslanet. Sumir halda því reyndar fram að hann hafi blákalt stolið hugmyndinni af skólasystkynum sínum en það er önnur ella.

Tengslanetið sem um ræðir kallast Facebook og samkvæmt nýjustu fréttum var Microsoft að kaupa 1,6 % hlut í fyrirtækinu á........þetta er svo fáránleg tala að ég get varla skrifað hana................14 milljarða ísl. kr!!!!!!

Ok við skulum aðeins bíða og sjá hvort að þetta hafi verið prentvilla inn á vísi. 1,6 % hlutur er auðvitað ekki neitt en 14 milljarðar kr. er sko EKKI ekki neitt.
Annað dæmi eru gaurarnir tveir sem stofnuðu Youtube. Þeir seldu fyrirtækið til Google á (focking) 100 milljarða kr. Og þeir fengu að halda öllu staffi og sínum stöðum innan fyrirtækisins.

Skoðum aðeins nánar þessa tölu 100 milljarðar!
Einn milljarður eru 1000 milljónir. Fyrir venjulega manneskju eru 1000 milljónir sjúklega mikill peningur. Venjulega er maður að díla meira í upphæðum á borð 799 kr (kjúklingur í meló) kr eða 12990 kr (gallabuxur í flestum búðum). Stærstu upphæðir sem maður sér er í mesta lagi 20 - 30 milljónir vegna íbúðakaupa. En það er auðvitað allt á lánum og maður á það auðvitað ekkert.

En aftur að 1000 milljónum. Maður getur ímyndar sér að eiga stórt koffort fullt af 5 þúsund króna seðlum sem myndi svo fylla upp í 1000 milljónir. Það væri sennilega ansi stórt koffort sem maður myndi varðveita vel. Ég held að flestir sæju það sem fjárhagslegt öryggi til æviloka.
En nei nei ekki youtube nördarnir. Þeir eiga 100 svoleiðis koffort og Davíð fésbók á jafnvel ennþá meira, svona miðað við verðmæti 1,6 % hlutans.

Ég fékk einu sinni svona hugmynd.
It was a "jump til Conclusions" mat.
Djók, bara þeir sem hafa séð Office space skilja. Ha ha.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home