RÚV
Nú hafa málefni RÚV verið mikið í umræðunni síðustu daga og þá sérstaklega hvað varðar launamál sjónvarpsstjórans Páls Magnússonar. Samkvæmt helstu fjölmiðlum tvöfölduðust laun hans í apríl síðastliðinn þegar að RÚV var breytt í opinbert hlutafélag og heitir því RÚV ofh. síðan þá.
Að mínu mati er mikilvægt að halda úti miðlum sem ríkið sér að mestu leyti um rekstur á. Slíkur miðill á að hafa ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þegnum landsins og menningu þess. T.d. ætti innlend dagskrágerð að vera stór hluti af dagskránni en samkvæmt www.ruv.is er hluti innlendar dagskrágerðar um 65%. Þannig tel ég að íslenskir listamenn og íslenskir menningarviðburðir fái umfjöllun sem þeir annars fengju kannski ekki. Að auki ættu íslenskir dagskrágerðarmenn að fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á koppinn. T.d. þeir sem fá hugmyndir að sjónvarpsefni eða útvarpþætti.
Ennfremur ætti fréttaflutningur þess miðils að vera hlutlaus að öllu leyti og þá sérstaklega hvað varðar stjórnmál. Fólk ætti líka að geta treyst á ákveðna tilkynningarskyldu miðilsins, svo sem veður, færð um landið og upplýsingaveita á átakatímum.
Ég held að RÚV hafi staðið sig nokkuð vel í þessum ofangreindu atriðum.
Að mínu mati finnst mér allt í lagi að borga afnotagjöld svo lengi sem að þessi atriði eru uppfyllt.
Það sem mætti klárlega fara betur eru t.a.m. eftirfarandi atriði.
- RÚV á ekki að vera á auglýsingamarkaði. Það skapar ósanngjarna markaðsstöðu gagnvart öðrum miðlum og minnkar trúverðugleika miðilsins. Þeir erlendu fréttamiðlar sem þykja hvað mest traustvekjandi í fréttaflutningi eru ekki á auglýsingamarkaði. T.a.m. BBC news og Reuters.
- Sjónvarpsstjórinn á ekki að aka um á rándýrum bíl. Bíl sem kostar meðallaun hins almenna borgara, í mánaðarlegum rekstri! Ég held að bíllinn hans Páls sé sá dýrasti af öllum bílum annarra opinberra starfsmanna fyrir utan kannski Geir H. Haarde. Varðandi mánaðarlaun Páls þá hækkuðu þau þann 1. apríl úr 800 þús kr. í 1.500 þús kr. Sem sagt tæplega tvöföld hækkun á einu bretti. Hann segir þetta eðlileg laun miðað við aðra stjórnendur í landinu. En ég velti fyrir mér hvort að laun stjórnenda séu e-ð eðlileg í þessu landi?
Ofurlaun og starfslokasamningar hafa mikið verið í umræðunni og sitt sýnist hverjum um slík fyrirbæri. Þegar einstakir menn eða konur eru að fá í eigin vasa, margföld mánaðar- eða jafnvel árslaun okkar lægri settu, þá er það ekki það sem að opinberir stjórnendur ættu að vera að miða sín laun við.
Það koma fréttir frá öllum hornum varðandi manneklu í ummönnunarstörfum og þar tel ég lág laun vera helstu ástæðuna.
Getur það talist eðlilegt að Páll Magnússon telji að sín laun eigi að vera rúmlega sjöföld þau sem að t.d. grunn- eða leikskólakennarar eru með?
Er eðlilegt að það þurfi afnotagjöld 100 fjölskyldna til að borga af bílnum hans?
Væri ekki nær lagi fyrir ríkisstjórnina að skoða þetta mál og fleiri svipuð mál og spara þar sem mögulegt er? Þannig væri hægt að skapa grundvöll fyrir rýmri launakjörum fyrir þá lægst settu.
Ef ekki þá er þetta einfaldlega bruðl með opinbert fé!
2 Comments:
Aldrei fær maður komment á lengstu færslurnar!
Alveg sammála, stórkostlegt að geta tvöfaldað launin sín svona á einu bretti án þess að neinn segi neitt.
Fella RÚV bara inn í skatta og hætta þessum skrípaleik.
Stöðin á svo eingöngu að sýna evrópskt efni sérvöldu af snobbaðri lista-elítu.
Heyr heyr.
Skrifa ummæli
<< Home