mánudagur, október 15, 2007

Mínir lestir 1/2 - Visa kort



Ég hef tvo lesti í mínu lífi sem ég virðist ekki geta losnað við. Ég ætla að taka tvær næstu færslur undir þessa lesti í því takmarki að skrifa þá í burtu. Svona eins og illir andar sem fara við hreinsun áru, nema ég reyni að hleypa þessum öndum út með því að viðurkenna þá í skrifum. Það er kveikt á reykelsum allt í kringum mig á meðan þessi orð eru skrifuð og Friðrik Karlson er á fóninum. Eilífur friður í reyknum heitir diskurinn.

Sá fyrri af tveimur slæmum löstum er Visa kort. Eða reyndar Master-, debet-, diners- eða hvaðasemerkort. Öll fjandans kort sem hægt er að renna í gegnum posa og kaupa hluti með. Á tímabili sá ég villu míns vegar og lét bankann geyma fyrir mig kortið. En eins og biluð plata þá hef ég í gegnum árin komið mér í sama vítahringinn með óhófsamlegri notkun sem skilur ekkert eftir sig nema fleiri kíló á kroppinn og feitan reikning í bankanum.

Ef ég á annað borð er með kort á mér þá eyði ég um efni fram. Það er eins og heilinn á mér kveiki ekki á að um peninga sé að ræða. "Hmmm þetta er ekki úr pappír, þá máttu kaupa allt sem þú vilt. Gjörðu svo vel herra minn".
Og ég hef reynt ýmislegt. Einu sinni reyndi ég að geyma kortið upp í skáp og nota það bara í neyð. Neyðin virtist vera stöðug og nálæg í það skiptið.
Seinna lét ég Völu fá kortið og hún átti bara að láta mig fá það þegar allt annað var búið. En ég náði því frá henni með lygum og prettum.
Nú síðast varð ég hvað mest ábyrgðarfullur í þrálátri leit að fullkomnun. Ég hóf að halda bók utan um hverja kortafærslu og vildi þannig hafa algjöra stjórn á málunum. En eina sem það gerði var að minnka sjokkið þann 1. hvers mánaðar. Sjokkið dreifðist meira yfir alla daga, þar sem að ég gat fylgst með tölunum hækka í fína excel skjalinu mínu. Sniðugt ekki satt. Hvað getur maður gert. Klippa kortið? Kaupa mér rafstuð sem gefur mér 150 volta straum í hvert sinn sem ég nota kortið?
Á morgun: Löstur 2/2.

3 Comments:

Blogger a.tinstar said...

jaaaaa,óli minn....ég skil þig og finn til með þér.....kort...hhhhh...hvað get ég sagt?...þeir láta mann fá þau og refsa manni svo fyrir að nota þau. BASTARDS!

1:57 e.h.  
Blogger Óli said...

BASTARDS! Sucky motherfuckers...við förum á námskeið saman...impulsive buyers ananomus!

6:02 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

paul george shoes
steph curry shoes
canada goose outlet
jordan shoes
kobe shoes
balenciaga
kyrie 5
golden goose sneakers
off white clothing
nike sb

9:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home