1997
Ég er ekki frá því að þetta sé einkennissöngur fyrir árið 1997. White town með Your woman. Klúbburinn og buffalo skór. Anybody?
En talandi um 10. áratuginn, hversu lengi ætlar Domino´s að kynna tvennutilboð. Ætli þeir hafi ekki byrjað að kynna það svona í kringum ´95? Ég HELD að flestir séu búnir að kynna sér tilboðið og átti sig á hvernig það virkar.
Og talandi um Domino´s, ég er ekki viss um að almenningur viti að Domino´s heldur svona heimsmeistarakeppni! í pizzubakstri á hverju ári. Þ.e.a.s. einu sinni á ári kemur saman aragrúi af fólki frá öllum löndum í Domino´s búningum á svona Domino´s samkomu! Þar eru þær búðir sem græða mest og þeir starfsmenn sem skera fallegustu sneiðarnar, verðlaunuð. Hversu ógeðslega amerískt er það?
Á þessari samkomu fer keppnin fram og ég er að tala um að þetta er þvílíkt dæmi fyrir fullt af fólki. Að hugsa sér að margir setji VIRKILEGA metnað í svona lagað.
Eftir að hafa eytt margra ára orku og tíma í svona ameríska skyndibita franchise viðbjóð sem að Domino´s er, þá get ég ekki annað en sárlega vorkennt fólki sem flækist inn þá andlegu nauðgun sem fer fram á svona stöðum.
Ungt fólk sem leggur allt á sig svo að fyrirtækið græði meira og standardinn verði enn hærri, um leið og fyrirtækið svindlar þvílíkt á starfsmanninum og traðkar á honum á skítugum skónum. Maður heyrir sjaldan talað um Kjarasamninga eða réttindi á svona vinnustöðum.
"Passa að kassinn stemmi!, ekki nota of mikið af pepperoni, bara 22 sneiðar á stóra pizzu...bla bla."
En aftur að slappkeppninni (að slappa = að fletja út böku á Domino´s lingói ; ) Ég mundi halda að þetta væri efni í góða bíómynd.
Gæti verið svona eins og Bloodsport með Van damme, nema í staðinn fyrir mismunandi bardagatækni væri mismunandi slappafbrigði. Keppandinn frá Frakklandi væri sá sem allir óttuðust en bandaríkjamaðurinn hafði lært listina að slappa hjá afa sínum á fyrsta Domino´s staðnum. En afi hans væri mállaus og ættaður frá Ítalíu. Eina leiðin fyrir þá að eiga í samskiptum var í gegnum pizzudeigið. Afi hans bjó yfir aldagamalli ítalskri aðferð sem einungis þeir sem eru hreinhjartaðir gátu notað. Bandaríkjamaðurinn myndi svo tileinka afanum glæstan sigur sem vannst aðeins naumlega eftir að frakkinn hafði verið uppvís að nota aðferðir sem einungis Pizza Hut notar. Hann væri því rekinn samstundis úr keppni og frá sigursæla Domino´s staðnum sem hann kom frá í París. Hann tæki líf sitt að sjálfsögðu samdægurs. The End.
Þegar Domino´s í kringlunni opnaði fyrst, var ég beðinn að vera þar heilan dag að hjálpa til. Það var svo sem fínt, nema að einn af þessum áðurnefndu Domino´s dýrkandi týpum, var einnig að vinna þann daginn. Það var bandaríkjamaður sem hét Ross og hafði hann helgað Domino´s líf sitt að öllu leyti. Hans helsta starf var að fljúga heimshorna á milli, til að kanna "The Domino´s standard" á Domino´s stöðum og að bera út boðskapinn. En þennan umrædda dag var alveg brjálað að gera og lenti ég í því að búa til pizzurnar en Ross vildi vera í afgreiðslunni. Við skulum taka það fram að Ross var að langt langt fyrir ofan mig á Domino´s virðleika- og stjórnendastiganum. Þar af leiðandi gerði maður bara það sem hann sagði.
En hann sem sagt tók á móti pöntunum og dritaði þeim til mín í gríð og erg allan daginn. Nema hvað að hann hafði þann ÓÞOLANDI hátt á, að eftir hverja pöntun, þá sagði hann við kúnnann
"Have a nice Domino´s day"Svo sneri hann sér að mér og sagði og blístraði
"Pizza, pizza (blístr, blístr)Svona blístraði hann á mig í gegnum 500 pantanir.
7 Comments:
Ha ha góð saga, mjög sennileg Hollywood mynd. Nú er Dagur B. eitthvað að tjá sig um Hollywood í blaðinu, gætir rætt við hann um þessa hugmynd. Hann er í vinsældaslagnum svo að hann verður að hlusta.
Við hefðum nú átt að keppa í slappmóti á sínum tíma. Það var nú haldin undankeppni hérna heima, tókst þú ekki þátt?
:)
KT
Það er eintóm snilld að lesa þessar færslur þínar.....haltu áfram að koma okkur í gott skap með þessum frábæru lýsingum.
Luv M
Ég kíki á Dr. Dag og plögga hugmyndina. Og jú maður tók auðvitað þátt á sínum tíma.
Takk fyrir það María ; )
HAHAHAHAHAHA!!
tvíburamamma
Vá, þetta lag. Elska það.
Annars skil ég þig vel með svona lið sem er flogið inn til Íslands og ætlar að kenna okkur öllum að lifa, eða vinna. Lenti einmitt í svona bretum eitt sinn, megahátt settar og ætluðu sko aldeilis að kenna okkur á heiminn. Svo kom í ljós að þær höfðu ekki á nógu háum launum til að hafa efni á að kaupa sér hádegismat á íslandi :S
Sad sad but true.
-Nín
Skrifa ummæli
<< Home