Glundur og spilagleði
Já það má nú sanni segja að glundurroði ríki í stjórnmálum borgarinnar. Atburðarás síðustu daga hefur minnt á Dallas eða í besta falli lélegan þátt af The West Wing. Þar fer æðsti yfirmaður minn fremstur í flokki eða hann Björn Ingi. Ég veit varla hvað mér á að finnast um þetta. Hmmm. Á vissan hátt er ég sáttur við að losna við Sjálfstæðismenn úr meirihluta, sérstaklega þar sem ég tel mig alls ekki vera nálægt þeirra litrófi í pólitík. En ég set samt spurningamerki við svona margra (og ólíkra) flokka meirihluta. Þar að auki finnst mér Dr. Dagur frekar typpalegur.
Svo get ég bara ekki annað en vorkennt aðeins honum Vilhjálmi. Maður sem er búinn að eyða betri árum sínum í pólitík og þjónað sínum flokki. Mér finnst svo aumkunarvert að sjá hvernig hann hefur verið dreginn í svaðið vegna þessa máls. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós að fullu hver hlutur Björns var í þessu OR máli. Allavega finnst mér hann ekkert koma allt of vel út þessar síðustu vikur. En svona er víst lýðræðið.
Spilagleðin var við völd í gær þegar Inga Dóra hélt upp á 30 ára afmælið sitt. Við félagarnir í Fussumsvei tókum lagið fyrir gesti og gekk það bara nokkuð vel. Maður tók sérstaklega eftir því hvað börnin voru að fíla lögin vel. Og þau ljúga aldrei. ekki satt?
Í kvöld eru það svo langþráðir útgáfutónleikar með Sprengjuhöllinni. Veióveióveiveivei.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home