þriðjudagur, október 09, 2007

Friður og ljós



Rosalega fylltist ég miklu stolti af landinu okkar þegar Yoko Ono tilgreindu ástæður fyrir því að velja Ísland sem staðsetningu friðarsúlunar. Hún sagði landið og loftið vera hreint og landið að auki vera töfrandi (e. magical).
Mér finnst þetta bara jákvætt fyrir Ísland og ég held að allt sem tengist eftirlifandi Bítlum vekji athygli um allan heim.
Á persónulegum nótum þá er ég SVO mikill bítlaaðdáandi að ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi rekast á Yoko Ono, Sean Lennon eða Ringo Starr. Ef einhver veit um aðsetur þessa fólks þá vildi ég gjarnan fá að vita það. Ég er alveg stemmdur að standa fyrir utan e-ð hótel í rigningu og roki með stafræna myndavél og mynd af viðkomandi til að árita.

Ringo var í fréttunum áðan þegar hann lenti í Keflavík. Hann er alltaf jafn sjarmerandi og fyndinn, ég get bara ímyndað mér hvað gaurinn hefur upplifað margt í gegnum árin. Hann sagðist búa í Monte Carlo vegna þess að þar væri hlýrra. Er ekki frábært að vera í hans sporum. Hafa fengið að prófa allt, eiga fullt af peningum en vera ekki allt of frægur, eins og t.d. Paul eða John áður en hann dó. Maður gleymir því líka oft hvað þessir gaurar eru gamlir eða hefðu orðið gamlir. John Lennon hefði orðið 67 ára, ég held að Ringo sé aðeins eldri. Samt lít finnst mér þeir alltaf vera eins í mínum huga.
Peace Out.

5 Comments:

Blogger Nína said...

Já ég elska þessi skrípi, spurning um að hringja í alla blaðamannavini mína (alveg alla, geðveikt margir) og veiða það upp úr þeim hvar Yo og co dvelja, mæta síðan á hurðina á hótelherberginu "room service!" og standa síðan bara í dyragættinni með polaroidvél og aulabros. Yeah!

Ps. Skal ljósrita eintak handa þér.

1:24 f.h.  
Blogger Óli said...

Jei...ég er game. Bíð spenntur.

1:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ég myndi prófa að standa fyrir utan Nordica... Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Yoko og Sean gisti alltaf þar :)

En annars, innilega til hamingju með litla snáðann :)

Og kveðja frá Bjössa.

2:17 f.h.  
Blogger a.tinstar said...

ringo er alltaf yngsti bítillinn......

4:29 e.h.  
Blogger Óli said...

Bába: Takk fyrir info-ið og takk fyrir kveðjuna. Bið að heilsa Bjössa sömuleiðis ; )

Tinna: hmmmm Ringo er elsti bítillinn. Fæddur árið 1940 í júlí en Lennon sama ár í desember. Paul 1942 og George 1943.

11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home