þriðjudagur, október 09, 2007

Nóg að gerast í letilandi

Nú er ég búinn að vera í fæðingaorlofi í tvær vikur og á því tvær vikur eftir. Í næstu viku er svo innilota í skólanum þannig að í raun er bara ein vika af fríi eftir. Þann 22. október byrja ég svo í námsleyfi og fer um leið í 7 vikna vettvangsnám á leikskólanum Múlaborg. Þetta fæðingaorlof er búið að vera ljúft þó svo að öll þessi veikindi hafi sannarlega sett strik í reikninginn. En núna eru þau bæði kominn heim og við ætlum að reyna að njóta þessarar viku saman.

En í svona orlofi er gott að nota tímann til að læra, svona sérstaklega þar sem að ég er í 19 einingum á haustönn. Þetta hefur byrjað ágætlega og maður þarf að halda dampi til að missa ekki af lestinni. En auðvitað stelst maður stundum til að glápa á nýjustu þættina og spennandi myndir. Það sem ég mæli eindregið með er eftirfarandi:

Enron: The smartest guys in the room: Heimildarmynd um Enron hneykslið í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Þetta er svona mynd sem lætur mig þakka fyrir að vera að starfa í geira sem er þónokkuð heilbrigður og krefst því ekki að maður selji sálina fyrir feitan bónus. Ótrúlegt að sjá hvað hægt er að heilaþvo fólk til að gera fyrir "málstaðinn". Þessi mynd ætti að vera skylduáhorf fyrir verðandi viðskipta-, hag-, lög-, og markaðsfræðinga. Það sem mér þótti líka merkilegt var hvað spillingin náði langt. Þá meina ég langt út fyrir fyrirtækið. Eins og kom fram í myndinni þá hefði margsinnis átt að vera búið að stoppa þessa yfirhylmingu, en allir þeir sem áttu að segja stopp, gerðu það ekki. T.d. bankarnir, lögfræðistofur og/eða endurskoðunarfyrirtækin. Allir tóku sinn skerf af kökunni og horfðu undan. Bottom line í myndinni var að oftast þegar hlutirnir sýnast of góðir til að vera sannir, þá eru þeir ekki sannir. Lætur hugann reika til allra íslensku nýmilljarðamæringanna sem aldrei virðast slá vindhögg í viðskiptum en enginn virðist skilja hvaðan allir þessir peningar koma.

The Pick up artist: Þetta eru þættir í anda The beuty and the geek, nema miklu miklu betri. Þetta eru raunveruleikaþættir sem annars vegar fjalla um hóp af vonlausum vonbiðlum sem kunna ekki listina að táldraga og hins vegar um 3 menn sem hafa náð algjörum tökum á þeirri listgrein. Þar í farabroddi er Mystery, maður sem er að mínu viti nokkuð frægur og ég held að það hafi verið skrifuð bók um hann sem heitir The Game og var fjallað um í mogganum fyrir stuttu.
Mysteri og félagar, sem líta allir út eins og sitthvort tónlistarmyndbandið frá 1993, reyna svo að kenna þessum hóplausu mönnum hvernig á að koma sér í kynni við dömurnar. " Að flaga dömur eða vera flagari" eins og Skjöldur í herrafataverslur Kormáks og Skjaldar komst svo skemmtilega að orði hér um árið.
Ég held að flestir karlmenn hafi á einhverjum tímapunkti verið hafnað af kvenmanni og kannski öfugt, þar af leiðandi held ég að þessir þættir gætu fallið vel í kramið hjá lýðnum. Ég þekki þá tilfinningu allt of vel en þó aðeins áður en að Valgerður dró mig upp úr forapytti neitandans (lesist: sá sem heyrir oft nei).

Annað sem vert er að minnast á: Grey´s 4. sería - byrjar vel, Tekinn - nokkuð misjafn en góður samt, This is England - kannski ekki jafn góð og gagnrýnendur segja en skemmtilegt að sjá þetta tímabil.

Annað sem ekki er vert að minnast á: Stelpurnar - sá fyrsta þáttinn um daginn og hló varla einu sinni, House - hversu lengi getur sama formúlan gengið?, Laugardagslögin - Allt í lagi að sjá þessi lög en hvað er Út og suður gaurinn að gera þarna og Þorvaldur Bjarni...komm on, Private practice - hörmulegur spin of þáttur frá Grey´s...stay away.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Grey's klikkar náttla ekki og ég er nú alveg sátt við Private practice :-)
Farið vel með ykkur og njótið vikunnar áður en þú ferð í skólann :-) Kv.M

9:09 e.h.  
Blogger Óli said...

ok ég verð að gefa Private annan séns. En ég er búinn að sitja hér í svitakófi og skoða það sem við eigum að gera í vettvangsnáminu. Sjæse. Heyrumst.

12:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjáumst í innilotu og ef þér finnst þú vera ekki búin að læra nóg..... þá held ég þekki mesta skussann...:S

10:28 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég er svo sannarlega ekki búinn að læra nóg. Jesus. En nú verður maður að drífa sig í því að leira og leggja í umræður. Sjáumst í lotunni ; )

11:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

líst vel á múlaborg :)
fékkstu að velja sjálfur eða var þessu úthlutað? bið að heilsa the best boss in the world.. aha..

10:43 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég valdi sjálfur. Líst svo helv vel á þetta. The best boss in the world? er það ég? Djók. Er leikskólastjórinn það eða var þetta sarkasmó?

4:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha.. já ég sé hvernig þetta getur hafa komið út :)
ég var að meina krullhærðu kellinguna sem stjórnar þessu öllu ennþá :)

1:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home