þriðjudagur, maí 08, 2007

Sárþjáður en ekki holdsveikur

Um daginn var ég kominn með ógeð af eigin leti og fitu. Ég ákvað að byrja í skokkátaki. Ég hef aldrei skokkað áður og hélt að það væri svo leiðinlegt. En þökk sé ipod þá er bara nokkuð gaman að skokka um Ægisíðuna.

En eins og svo oft áður með mig þá byrjaði ég allt of geist. Ég skokkaði út í Nauthólsvík og tilbaka fjóra daga í röð. Fimmta daginn fann ég fyrir miklum sársauka framan á sköflungnum í hvert sinn sem steig í lappirnar. Hún Vala mín var fljót að greina meinið og sagði þar væri beinhimnubólga á ferð. Það er einhver viðbjóður sem hægt er að lesa sér til um á doktor.is.

Allavega samkvæmt því ætti ég að hvíla mig í 2 - 4 vikur og passa vel upp á mig. Það er vægast sagt erfitt þegar maður er kominn í þennan gír. Ég ákvað því að prufa í gær að skokka stuttan hring og það gekk ágætlega (viku eftir fyrstu einkenni). Í kvöld hljóp ég svo annan og lengri hring sem gekk ekki jafn vel. Nú eru verkirnir komnir aftur og ég alveg sárþjáður.

Í huganum gæti ég hlupið maraþon og barist 10 lotur við heimsmeistarann í þungavigt, en líkaminn segir "Sestu á sófann og hvíldu þig. Face it man, your old and fat."

En þó ég sé sárþjáður þá er ég sannarlega ekki holdsveikur. Það mætti samt halda að verðandi faðir sé sama og holdsveikur. Því um helgina gerðist það í annað sinn á stuttum tíma að vinir mínir fóru að djamma og hringdu EKKI í mig. Þeir ákváðu bara að ég hefði ekki áhuga á slíkri iðju, þar sem að ég á von á barni.

Einu gleðitíðindin þessa dagana er að MAN UTD. eru MEISTARAR og svo eigum við auðvitað von á barni.

Feitur í fýlu kveður.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

úff beinuhimnubólgan...bibba fyrrum handboltaséní hefur nokkur ráð:
1.kaupa hita krem
2. bera það á rétt áður en þú leggur í hann (nudda því vel inn í húðina)
3. Reyna að forðast að hlaupa á mallbiki. veit það er erfitt en það er hægt að hlaupa á grasinu hliðina á gangstéttinni.
4. TEgja vel á sköflungunum eftir hlaupin (sitja á þeim og lifta upp;))
5. Eiga góða hlaupa skó
6. þú getur keypt hitahlífar fyrir kálfa..bjarga ef mjög slæmt
að lokum ekki hlaupa í stuttbuxum þótt þú viljir flagga fögrumleggjum...þeir eru kannski bara spehræddir!!!!

Jeminn þetta er líklega lengsat komment sem ég hef á ævinni skirfað en þetta virkaði fínt fyrir bibbuna í denn!!
ok ég er hætt
kveðja úr dk og smelltu á skvísurnar þínar

6:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll bróðir systir þín hér JÁ SYSTIR ÞÍN!!´se m átti afmæli á laugardaginn 5 maí! gleymdiru eitthvejru ólafur brynjar!:O

vildi gefa þér nokkra dag til að muna eftir því en sé að þú gleymdir því !

hehe :D bið að heilsa völu minni og sætustu frænku minni<3*

1:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æjæjæ, ekki er það nú gott. Man eftir beinhimnubólgunni úr Taekwondoinu. Það besta sem ég gerði var að drösla mér í sund til að halda mér í formi á meðan ég jafnaði mig, mæli með því. Annars eru ráðin hennar Bibbu hér að ofan algjört gull.

Annars líst mér vel á þetta. Það þarf dugnað til að hlaupa á sig beinhimnubólgu.

kv,
Níns

11:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rétt er það að best er að halda á þessu hita, í skokki, göngu og ekki hvíla of mikið. Gott er líka ef Valan þín nennir að hamast aðeins á sköflungnum á þér. Nuddast í þessu þó það sé ekkert gott. Er hún ekki góð í að pína þig? Gott að "ýta vöðvanum" frá beininu, þ.e leggja þumlana alveg uppvið beinið og þrýsta niður með hliðum ... er þetta óskiljanlegt?
Syntu svo líka - góð tilbreyting.

Gangi þér annars vel í átakinu. Ekki fara of hratt.. BANNAÐ. Betra að byrja asnalega hægt...

Kv Helga Dröfn

8:21 e.h.  
Blogger Óli said...

Bibba: Verð að segja Geðveik ráð. Hitakrem = virkar, grasahlaup = virkar, allt hitt = kann ekki þessa teygju og Gerður er ekki nógu og limbur til að sýna mér, stuttbuxur - á Íslandi - glætan.

Bára. SORRY!!!!!

Nína. Sund - good idea.

Helga D : Mér verður bara illt að lesa þetta sem þú skrifaðir. Ég þori þessu ekki. Kannski ég reyni að plata Völuna í þetta. Pray for me.

2:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home