miðvikudagur, maí 23, 2007

Eilítið um leikinn.

Ég verð nú aðeins að tjá mig um þennan leik. Í fyrsta lagi vil ég óska Völu minni til hamingju með að spá rétt fyrir um úrslitin. Í öðru lagi vil ég óska vinum mínum þeim Valtý Birni og Garðari Guðjónssyni til hamingju með sigur Milan í meistaradeildinni í ár. Ég veit að þeir hafa verið stoltir að sjá sína menn í kvöld, sérstaklega Pippo litla sem lá eins og sært lamb eftir að hafa fengið boltann í mallann sinn. Ég beið bara eftir að hann myndi dansa um á pungbindinu eins og vinur hans Angelo De Livio hjá Juventus gerði hér um árið sælla minninga.

En nóg af hamingjuóskum til Milan aðdáenda.

Mér fannst margt skrýtið í þessum leik, þó svo að mér sé alveg sama hver vann. Ég er alls enginn Liverpool maður en það er þó gaman að segja frá því að ég hélt með báðum þessum liðum þegar ég var ungur og vitlaus og Wham var á toppnum. En varðandi þennan leik þá fannst mér dómgæslan vera frekar ítölsk. Það voru nokkur vafaatriði sem féllu með Milan sérstaklega hvað varðar sóknarbrot Liverpool og mörg svona 50/50 atriði. T.d. var Pennant keyrður niður án þess að nokkur maður hafi komið við boltann og ekkert dæmt. En furðulegast af öllu fannst mér að dómarinn hafi einungis bætt við 3 mínútum og svo flautað leikinn af þegar a.m.k. hálf mínúta var eftir.
Í svona leikjum skiptir hver sekúnda máli og ég tala nú ekki um þegar markamunurinn er aðeins eitt mark.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég að Liverpool hafi einfaldlega ekki nýtt færin sín nógu og vel. Ég held líka að Benitez hefði fyrir löngu átt að bæta við í sóknina og svo að lokum þá fannst mér þeir bara ekki vera nógu og hungraðir í þetta.

Ætli Milan séu ekki verðugir sigurvegarar í þessum annars frekar daufa leik. Til hamingju Milan og félagar og ég vona Garðars vegna að Sýn kaupi réttinn af ítölsku deildinni á næsta ári. Maður verður nú að fylgjast með sínu liði.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir. Skil ekki hvernig þú færð út að dómarinn hafi verið Ítalskur, fannst hann fínn, nema hvað mark Looserpool var ólöglegt.

Kveðja

Garðar.

ps. Úlpurnar eru nátturulega bara klikkaðar!

11:12 e.h.  
Blogger Óli said...

!VEIH - Ó - VEIH! Hvaða úlpur?

2:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home