mánudagur, maí 28, 2007

Tilfinningaklám

Ég ákvað að bæta við tenglalistann hjá mér kvennó97 síðunni og svo að sjálfsögðu hana Ösp United aðdáenda og bakarrosagóðasúkklaðikökustúlku með meiru.

En í kvöld skelltum við Gerður okkur í nýja sófann með pizzu, kók og frábærar DVD við höndina. Ég er bara ekki frá því að þetta nýja sófasett sé besta fjárfesting sem við höfum farið í. Þetta er svona sófi sem maður stendur ekkert upp úr aftur. Fullkomið fyrir mann eins og mig sem er með sigg á rassinum og kassalaga augu af 30 ára ofglápi á sjónvarp. Myndirnar sem við leigðum okkur í kvöld voru sko ekki af verri endanum.

Í fyrsta lagi Babel. Persónulega fannst mér fyrri myndir þessa leikstjóra mjög góðar og þá sérstaklega 21 grams. Ég held að ég þurfi bara að horfa á Amores perros aftur. Babel er byggð upp á svipaðan hátt og hinar tvær, nokkrar sögur samfléttaðar og eitthvað eitt sem tengir þær saman.
Maður þarf klárlega að vera í ákveðnu stuði fyrir svona myndir þar sem að leikstjórinn er ekkert að sykra umfjöllunarefnið, þessu er bara skellt á diskinn eins og þetta er.

Ég vill nú ekkert fara að gefa of mikið upp varðandi söguþráðinn en fyrir þá sem ekki vita þá eru Brad Pitt og Edward Norton sami maðurinn. Þeir eru báðir Tyler Durden. Það kemur reyndar fram í endann, rétt áður en byggingarnar byrja að springa. En það er önnur saga.

Hin myndin sem við tókum heitir Everything is illuminatied og skartar hobbitanum honum Elijha Wood í aðalhlutverki (Þið verðið að afsaka ég nenni ekki að kanna hvernig þetta er stafað allt saman.) Ég horfði reyndar ekkert á hana en Gerður byrjaði að horfa á hana í tölvunni. Hún gafst upp á Babel, eins og sést þá er þetta ekki fyrir alla! Hún sagði að ég væri háður tilfinningaklámi eins og í þessari mynd og Million dollar baby.
Stundum held ég að ég sé konan í þessu sambandi?

3 Comments:

Blogger Nína said...

Eij eij, Elijah Wood. Og já til hamingju með nýja sófann. Og hvað varð um gamla settið eih? Anywho, ég verð að fara að kíkja á Babel, ætlaði alltaf að sjá hana. Hún og Blood Diamond voru í bíó á sama tíma. Ég var alltaf í vandræðum með hvora ég ætti að velja. Síðan endaði með því að ég sá hvoruga. Cruel World.

1:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hver er Gerður??

Vala eitthvað um hana að segja??!!

hehe, en gaman að vera komin á tenglanetið, spurning um að fara að blogga oftar en einu sinni í mánuði......tops

ÖspsemeraðfaratilNYC

10:09 e.h.  
Blogger Óli said...

Nína: Sófinn er til sölu. Viltu kaupa??

Ösp: Gerður er Vala á meðgöngunni. Blogga oftar, það er málið.

11:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home