þriðjudagur, maí 22, 2007

Með sumrinu kemur letin (bloggletin þ.e.a.s.)

Það er engin afsökun önnur en sumarleti fyrir því hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast. Þegar sólin er hátt á lofti þá sofnar heilinn á mér alveg. Þ.a.l. hef ég ekkert að blogga um. En núna er svo svakalega margt búið að gerast að ég verð að láta aðeins í mér heyra.

Stjórnin fallin? Á maður ekki að segja það, svona hálfpartinn allavega. Vei vei vei ó vei!!! Samt e-ð kjánalegt að horfa á Ingibjörgu Sólrúnu í sjónvarpinu með þetta fasta bros á sér. Manneskja sem hefur verið eins og steinn í framan í 15 ár. Það er líka naumast hvað allir verða vinir fljótt í pólitíkinni. Geir og hún bara í kossaflensi á Þingvöllum í dag. Ég bjóst nú ekki við að þetta yrði svona jolly cola allt saman, en það er nú nóg eftir að tala um. Sjáum hvað setur.

Mamma var 50 ára um daginn. Meira að segja á kosningadaginn sjálfan. Til hamingju með þetta allt saman mamma mín. Frábær veisla, fullt af fólki, mat og áfengi. Sem ég drakk að mestu sjálfur. Gerði varla annað en að rífast við fjölskylduna um pólitík. Sem ég geri ALDREI. Þarna voru bara samankomnir of margir sjálftæðismenn á einum stað. Ég varð bara að segja e-ð. Fjölskyldan mín = sjálfstæðismenn og KR-ingar. What the fuck. Ljósmæðurnar e-ð að ruglast í desember ´77?

Á þessum merka degi sem var evróvisíón, kosningar og afmæli móður, var líka minn síðasti drykkjudagur fram að fæðingu. Við Valgerður gerðum með okkur þetta samkomulag, þó að ég hafi ekkert komið nálægt því. Djók.
En staðan á meðgöngunni er nú bara þannig að allt gæti gerst. Þá held ég að það sé nú betra að vera allsgáður og keyrandi, heldur en að vera pissublautur í miðbænum að borða pulsu. Vala verður líka að passa upp á sig, hún má ekkert gera eiginlega. Og því verð ég nú að vera henni innan handar með barnið og fleira. Sem sagt ábyrgi heimilisfaðirinn í sumar. EN ÞÓ alveg til í að koma í partý.

Að lokum vil ég þakka fyrir öll góðu ráðin við beinhimnubólgu í kommentunum. Þau virkuðu öll mjög vel. Sérstaklega það sem Bibban sagði. Ég legg ekki alveg í þetta nudd sem Helga var að tala um. Jíbes.

4 Comments:

Blogger Ásta said...

Helga DÖGG! Nú færðu einn á hann! hehehehe:-)

ó já, gleymdi að segja að það er gaman að sjá líf hérna á síðunni aftur! Ekki búast við kommentum á fótbolta frá mér:)

7:22 e.h.  
Blogger Óli said...

HA?! Hvar skrifaði ég Helga Dögg?? Takk fyrir að taka eftir því að ég sé á lífi og ég er hættur að blogga um fótbolta. Til heiðurs konunni minni og þér.

2:12 f.h.  
Blogger Ásta said...

ég meinti Helga Dröfn! djísús ásta! Ég var eitthvað utan við mig.... Ég var að skjóta á þig af því að þú skrifaðir bara Helga, og svo gerði ég það verra:-)

8:35 f.h.  
Blogger Óli said...

Já svoleiðis. Ok góður punktur, má sem sagt ekki segja bara Helga. Þá veit ég það. Þú þarft nú ekki að afsaka svona við mig, þú ættir að þekkja það að ég er úber utanviðsigmaðurinn. Dæmi þegar ég sagði að þú værir flott í hjúkkubúningnum og þegar Vigdís þurfti að leiðrétta mig þegar ég skrifaði nafnið mitt vitlaust. Ahhh good times.

10:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home