miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Just the two of us..

Nú erum við Matthildur ein í kotinu í fyrsta sinn síðan hún fæddist. Móðirin farin út fyrir landsteinana eða nánar tiltekið til Namibíu að ná í nýjasta fjölskyldumeðliminn. Það er rétt. Við ætlum að ættleiða lítinn apa og skíra hann Tító.
Ég og Matta verðum tvö eftir í heila 5 daga. Á föstudaginn fer hún svo til ömmu sinnar í vogunum og þá er planað ÍTR djamm. Það verður án efa mjög strange að vakna einn í húsinu á laugardagsmorguninn. Enginn að hoppa ofan á hausnum á mér eða vekja mann með morgunkossi, sem þýðir oftast fullt af slefi yfir sofandi og óvarið andlitið mitt. Sem er náttúrulega bara frábært því þetta er barnið mitt og maður sættir sig við flest sem úr henni kemur og lendir á mér..förum ekki nánar út í það. En ég býst allavega við að smella mér í byen á föstudaginn og sletta aðeins úr klaufunum.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Saaaaaaaaknisakn huggulega dúó:*
Vala

11:59 f.h.  
Blogger Óli said...

UUUUUU222222

12:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home