miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Allir komnir i kotið



jæja þá eru allir komnir í kotið eftir utanlandsferðir um helgina. Við Matthildur vorum tvö ein í tölvulausum heimi alla helgina og tókum því bara rólega. Meira að segja á fimmtudaginn þegar ég ætlaði að setjast niður eftir erfiðan dag og horfa á sjónvarpið þá kom það í ljós, mér til mikillar hrylli, að sjónvarpsloftnetið var bilað. Ég tók þá til þess ráðs að gera eins og á myndinni hér að ofan. Skrapp aðeins út á föstudaginn en annars var helgin bara hin rólegasta. Þegar frúin kom heim þá færði hún mér fullt af fínum gjöfum eins og t.d. nýrru úlpu og tveimur nýjum peysum. Thanx baby.
En um daginn þá rakst ég á síðuna http://nord.is/pix þar sem er að finna myndir eins og þessar hér að neðan. Þetta er frá síðari hluta síðustu aldar og er frá hinum þessum vísindaferðum í tölvunarfræðinni í HÍ. Helvíti gaman að sjá þessar myndir og líka fyndið að sjá hvað allir hafa breyst mikið.


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ .
Gaman að sjá að þú sért byrjaður að blogga aftur. Þú ert meiri lúðinn að kíkja ekki í heimsókn með prinsessuna þegar frúin var í útlöndum - krakkarnir hefðu verið fín að leika sér saman. Ég er farin að sjá það að það virkar ekkert að bjóða þér í heimsókn ég verð bara að tala við frúnna og þá kannski gerist eitthvað. Hvað er annars að frétta af skólamálum???

Kveðja M

3:28 e.h.  
Blogger Óli said...

Sæl elskan,
Hættur í skólanum í bili, byrja aftur eftir áramót. Svo klárum við bara saman vorið 2018, ekki satt. En ekki gleyma að við eigum ekki bíl og það er of langt að hjóla með Möttu upp í Mosó. Verum í bandi.

12:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home