miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Nokkrar goðar myndir.

Var að tjékka á nokkrum góðum ræmum í þessari viku. Horfði á Perfume, the story of a murderer sem er eftir hinni frábæru skáldsögu Ilmurinn. Mjög flott gerð mynd þar sem mikið er lagt upp úr listrænu útliti...eða allavega sagði Vala mín það ; ) Einnig horfði ég á rosa feel-good mynd í gær sem heitir Little miss sunshine. Gaurinn úr The office US og Greg Kinnear fara alveg á kostum í hlutverkum sínum. Mæli með þessum tveim. Nú er auðvitað fáránlega mikið af myndum í bíó sem maður ætti að vera búinn að sjá. Mýrin, Börn, Borat og Bond svo að dæmi séu nefnd. En það ekki auðvelt að komast í bíó nema að taka barnið með. En við gerum það ekki nema að myndin sé leyfð öllum aldurshópum og sýnd fyrir kvöldmat. Þá geymum við hana í nammisölunni á meðan við förum inn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ilmurinn er geggjuð bók, ég vissi ekki að það væri búið að gera kvikmynd eftir henni. Hvar næ ég í hana?

Þegar við Guðrún förum í bíó förum við alltaf í Kringlubíó, þá getur Teddi spilað í Gullnámunni við hliðná og spjallað við rónana á meðan við erum að njóta myndarinnar.

KT

11:11 f.h.  
Blogger Óli said...

Myndin heitir sem sagt Perfume:the story of a murderer. Og hún ætti að fást á öllum betri ólöglegum torrentsíðum. Ekki það að ég stundi það hmm.
Góð hugmynd með Tedda, við komum með næst og þá geta þau tvö spjallað saman á meðan.

11:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home