föstudagur, nóvember 17, 2006

Loksins loksins Sufjan a morgun

Nú er rúmlega eitt ár síðan ég kynntist þessum tónlistarmanni. Og á morgun fæ ég að hlýða á hann á tónleikum í Fríkirkjunni. Jabba dabba dú, Ég las um hann í mogganum að tónleikar hans væru oftast mjög skrautlegir og allir í búningum búandi til mennska pýramída. Ekki hann einn standandi með gítar ekki þorandi að horfa upp sökum óframfærni og feimni. Reyndar voru það eilítil vonbrigði að hann sé að taka fyrir nýju plötuna Avalanche en ekki Come on feel... þar sem ég þekki hana nú aðeins betur. En annars er lítið að frétta, þessi vika búin að vera hálf geðveik. Erfið vinnuvika sökum kulda og hegðunarvandamála. Einhvernveginn finnst mér allir í vinnunni svo óhressir e-ð. En kannski er þetta bara veðrið. Með snjónum og jólunum koma brosin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home