Og hvað á barnið að heita.....
Hef gert lítið annað en að horfa á snilldarmyndir upp á síðkastið. Hver önnur ræman að renna í gegnum undirmeðvitund Daddy-0, sem er by the way nýja nicknameið mitt. Fyrst var það náttúrulega Ray, síðan hin svakalega Million dollar baby. Shit það var svakaleg mynd og ekki frá því að kleenex hafi verið við höndina í það skiptið. Í gær fór ég svo og létti á sálartetrinu og sá The Wedding Crashers. Fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef hlegið nánast non stop alla myndina. Ég gæti samt trúað því að þessi hópur af leikurum, Ben Stiller, Owen og Luke Wilson, Will Ferrell og fleiri gætu farið að slippa aðeins í næstu myndum. Gæti alveg mögulega farið að verða þreytt formúla. En vonum bara ekki. Þessa stundina er ég svo að horfa á Life and death of Peter Sellers, frábær so far. Leiðinlegt að djammið á morgun skuli hafa dottið upp fyrir en maður reynir bara að bæta það upp með óhóflegri alkóhól neyslu í kvöld og kannski á morgun!! Ég verð nú að viðurkenna að það er ekki hlaupið að því að nefna þetta barn okkar. Við erum búin að hlaupa fram og tilbaka með þetta og loksins þegar við erum búin að settlast á eitt nafn þá......heyrir maður "ég er aðeins farin að efast!" Ég held ég tjékki mig út úr þessum málum þangað til að loðni kemur í heiminn og maður fær að líta á gripinn. Var að smakka himnaríki með mintubragði áðan. Ben og Jerrys Mint Chocolet cookie. Ertu að grínast, 500 kall í bónus og maður fitnar bara um 3 kíló á hverri skeið. Fínn díll.
Itte Rasshai.
1 Comments:
Heeeeey....áts
V.
Skrifa ummæli
<< Home