fimmtudagur, júlí 14, 2005

Ó Susan

Loksins loksins kom sól og bongóblíða. Flatmagaði í laugardalslauginni í dag og fékk mér smá freknur. Búinn að vera fínasti dagur í dag, sem endaði á góðri máltíð hjá Pabba og Elfu. Pabbi tók mig svo á rúntinn og sýndi mér Pizzahöllina sem hann var að versla. Fínt pleis sem þarf aðeins að taka í gegn. En nú virðist allt vera að smella saman fyrir ferðina á föstudag. Þetta verður þokkalegur hópur og við leggjum af stað á morgun. Búinn að versla allt inn fyrir leguna og þarf bara að taka draslið til. Hlakkar mikið til. Nú er það staðfest að Örn kemur heim þann 7. ágúst og verður í rúma viku. Spaðann á loft! Ég tók testið hér að neðan tvisvar og kom í bæði skiptin út að Susan væri sú sem ég væri líklegastur til að deita eða giftast. Það hefði ekki verið leiðinlegt ef hún Eva eða hvað sem hún heitir hefði komið upp, en hún er kannski aðeins og high maintainence fyrir minn smekk.
http://abc.go.com/primetime/desperate/quiz/index.html

Hitte rasshai.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

guuud en su tilviljun ég var einmitt susan...verdum vid tha ekki ad gifta okkur!!! hahhaha enyways ekki gleym ad taka losonjuna med ther sem nesti..eda frysta ANNARRS EYDILEGGST HUN....
goda ferd og skemmtu ther vel um helgina
im gonna try to catch a BIG one i viedinni...og alveg Double meaning hehehe
L

12:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home