miðvikudagur, júlí 13, 2005

Sin City

Átti algjöran letidag, þar sem ég las og las upp í rúmi. Ekkert smá fínt, þarf svo á svona dögum að halda. Brandur dró mig síðan í sund, mat og aftur mat og bíó. Flatmöguðum í dágóða stund í sundi plönuðum ferð norður næstu helgi. Verð bara að komast út úr bænum, svona áður en ég æli yfir borgarbúa úr Hallgrímskirkjuturni. Fórum síðan á Sin City sem slóg mig utan undir eins og einungis Pulp fiction hefur gert. Mickey Rourke sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt frá því hann lék Marlboro man og Johnny handsome. Jessica Alba var eins og bananasplit, þurfti að hafa mig allan við að þurrka slefið úr Brandi. En ég kláraði RHCP í gær og olli hún sko ekki vonbrigðum. Snilld að lesa um dópið, missinn, peningana og lagasmíðarnar á meðan maður hlustar á lögin. Gefur þessu alveg nýja meiningu. Lögin fá nýja merkingu þegar maður veit hugarástandið sem höfundarnir voru í þegar þeir sömdu þau og um hvað þau eru. Síðan gat ég ekki slitið mig frá ævisögu Gazza í dag. Þessi maður!, það er ekki annað hægt en að elska hann. Hann minnti mig svo á Dennis Butler. Tekst alltaf að rústa öllu í kringum sig en á einhvern einkennilegan hátt er ekki hægt að hata hann fyrir það. Það virðist vera samnefnari fyrir mikið af fræga fólkinu. Tekst alltaf að eyðileggja öll persónuleg sambönd en alltaf hefur það aðdráttarafl. Afi er kominn heim af spítalanum og virðist vera nokkuð hress. Vona bara að það haldist. En þarf að vakna snemma til að fá bílinn hjá mömmu og taka brósa litla á túr um bæinn og sýna honum hvernig maður á að bera sig. Anyways, góða nótt og bæjó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home