Hey, johnny Park
Þá er maður loksins að vakna úr kóma helgarinnar. Byrjaði á ofurkeyrslu norður á Drangsnes á bryggjuhátíð. Komum okkur fyrir á tjaldsvæðinu og settum upp tjaldið ef tjald skyldi kalla. Hefði verið jafn gott að setja upp fiskinet og sofa undir því. Fínt veður á föstudeginum og byrjað var á bjórnum og skellt sér í pottanna. Þeir voru staðsettir alveg niður við sjóinn og gat maður ekki verið þekktur fyrir annað en að fá sér stuttan sprett í sjónum. Hressandi. Seinna fórum við aftur upp á tjaldsvæði þar sem tók við heljarinnar drykkja í heljarinnar rigningu. Nóttin var blaut og köld, skal ég segja ykkur. Vaknaði síðan eftir 3 tíma svefn en var ekkert að stressa mig yfir kuldanum og bleytunni. Skelltum okkur bara í morgunsund og slöppuðum þar af í dágóða stund. Síðan fórum við niðri á höfn þar sem var boðið upp á ýmiskonar góðgæti úr sjónum. Ég lagði nú ekki í allt en það sem í boði var grillaður selur, uxabollur, selabollur, sigin fiskur og lundi. Sumt bragðaðist vel en annað EKKI! Á þessum tímapunkti var farið að kólna mjög og stuðið farið að renna úr manni eins og lífið úr kópnum sem ég borðaði. Um kvöldið var stefnan sett á grillmat í samkomuhúsinu og ball með veðurguðunum. Nú var farið að renna upp fyrir mér að þessi ferð ætti eftir að kosta aðeins meira en ráð hafði verið gert fyrir. Á ballið kostaði 2500, grillið 1500, tjaldstæðið 1000, allt í kaupfélginu kostaði 500% meira en maður á að venjast í bónus. Maður lætur svoleiðis ekki stoppa sig og skelltum okkur inn úr dembunni beint í dýrindislambalæri í samkomuhúsinu. Nú erum við að tala um enga venjulega rigningu heldur hitabeltisskúr af verstu gerð á vestfjörðum. Þangað til að ballið byrjaði sátum við inn í bílunum og drukkum og skulfum úr kulda. Á þessum tímapunkti voru flestir á því að sleppa ballinu og drífa sig heim úr þessu helvíti á jörðu. En sem betur fer gerði það enginn. Ekki fóru margir á ballið þar sem mörgum fannst nóg um peningaeyðslu helgarinnar. Ég gerðist svo kræfur að svindla mér inn á ballið og skemmti mér alveg konunglega. Fór síðan inn í tjald að sofa og hef nú aldrei lent í annarri eins nótt. Það var ALLT blautt og ALLT kalt í tjaldinu, náði að sofa í 2 tíma og var vakin af e-i druslu sem hafði hugsað sér gott til glóðarinnar. Ég sagði pent nei takk og ákvað að skella mér inn í bíl til Brands. En þeir félagar, hann og Unnar voru fljótari að hugsa en ég og voru komnir þangað inn í framsætin. Ég þurfti því að láta mér nægja hálft aftursætið mínus fótapláss og svaf í bæklaðri fósturstellingu í 3 tíma. Get ekki sagt annað en ég hafi verið í sæluvímu þegar við keyrðum af stað í bæinn. Hef gert lítið annað en að sofa síðan þá og er fyrst núna að vakna til meðvitundar. Smelli myndum af herlegheitunum von bráðar. Ég sit núna heima og syng hástöfum Hey, Johnny Park og passa upp á tíkina hana Hörpu.
Itte Rasshai.
1 Comments:
ég vona að þú hafir smakkað lunda.
hann er góður..
Skrifa ummæli
<< Home