miðvikudagur, júlí 27, 2005

Mr. Busdriver don´t kill me.

Veður bleður reður. Flatmagaði í nauthólsvíkinni í dag með krökkunum úr Frostaskjóli. Smellti mér bara út í sjó á naríunum einum saman og særði blygðunarkennd viðstaddra *10. Römbuðum síðan upp í öskjuhlíð til að skoða gömlu hermannavirkin. Þar beið okkur falleg sjón, þar sem við sáum tvisvar á leiðinni allsnaktar manneskjur í sólbaði einar síns liðs. Annað skiptið næpurhvítur karlmaður sem kippti sér lítið upp við að 30 börn gerðu stólpagrín að hvíta rassinum hans. Hin var svo ellismella kona sem, guði sé lof, rétt náði að kippa sér í buxur áður en öll börnin komu. Ég varð eina vitnið að þeim hryllilega atburði. Ég held að versta starfið á Íslandi í dag sé að vera strætóbílstjóri. Í hvert sinn sem ég tek strætó þarf einhver að lýsa í smáatriðum fyrir bílstjóranum hvernig nýja strætókerfið hefur áhrif á daglegt líf þeirra. Ég sé angistarsvipinn á bílstjórunum í hvert sinn. Bara plís ég nenni ekki að heyra þetta, mér er skítsama hvort að þú þurfir að bíða 5 mínútum lengur en venjulega upp í mjódd og hafir villst upp í Hafnarfjörð í síðustu viku þar sem þú týndist í 2 daga á ráfi um víkingaþorpið. Ég er viss um að sumir af þeim séu pakking a pistol undir sætinu og ekki líði á löngu þangað til að einn af þeim snappi.
Hitti Þráinn áðan sem er núna í stuttu stoppi á landinu. Frábært mál það og alltaf gaman að hitta joystikkið. Hann er svo kannski að flytja aftur heim í haust sem kallar á eina stóra fagnaðaröldu. Life is sweet. Ég held að það hafi bara verið fínt að byrja aftur að vinna. Allavega er ég hættur að kvarta í bili.
Itte Rasshai.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home