mánudagur, júlí 25, 2005

Summer is gone.....to smmmooonneee

Hef aldrei átt eins erfitt með að vakna eins og í morgun. Fyrsti vinnudagurinn eftir frí, var alvarlega að íhuga að gera mér upp svarta dauða einkenni og hringja mig inn veikann. En ég rauk á fætur við það að Jim Morrison er á lífi og stundar ródeó af lífi og sál. Hvernig ætli honum hafi fundist myndin? Eða The Cult söngvarinn sem reyndi svo óheppilega að feta í fótspor hans! Þessi helgi var sú besta í lengstansta tíma. Fór í veiðiferð/útilegu og fékk á mig svo mikla sól að ég er gangandi auglýsing fyrir baráttuna gegn húðkrabba. Veiddi þó ekki mikið en sá náttúru Íslands í öllu sínu veldi. Beautiful. Var að enda við að sýna íbúðina mína í þriðja sinn, fínn drengur sem kom að skoða en virtist ekki beint vera á þeim buxunum að draga fram veskið. Ekki nema ég hefði verið að selja svartan afgan og kleinuhringi. Ég hef enn ekki ákveðið hvað gera skal um næstu helgi. Innipúkinn er að toga í mig, en þar sem ég er á bíl væri ekki verra að fara út fyrir borgarmörkin. Þó það væri ekki nema upp í Kópavog á Burger King. Mér hefur verið tjáð að söngkonan í Blond Redhead sé svo mikill refur að það sé bannað að sleppa þeim. Það eina sem mér finnst leiðinlegt við verslunarmannahelgina er að það þýðir að sumarið er senn á enda. Þá fer skólinn að byrja sem þýðir enn eitt árið af brjálæði hjá mér. Jæja Magnús greyið Gylfason þá rekinn og drekinn. Hlaut nú að koma að því, fastir liðir eins og venjulega. Maður býður bara eftir að þjálfari Fram verði rekinn og þeir bjargi sér frá falli á ævintýralegan hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home