ÞETTA er nú meiri viðbjóðurinn
Nú er fríinu senn að ljúka : ( Ég get samt ekki sagt annað en að veðrið hafi verið að leika við mig og maður er búinn að hafa það mjög gott í fríinu. Ég og tíkin hún Harpa höfum spókað okkur um götur bæjarins, hún á túr og ég með sólsting. Hef verið að detta inn í hina snilldargóðu þætti 4400 sem eru sýndir á stöð 2. Ég er búinn að ná í þá flesta og er bara nokkuð spenntur að sjá framvindu mála. Ég kláraði í gær bókina Hann var kallaður þetta. Þvílíkur viðbjóður sem þessi saga er, ég tek til baka allt slæmt sem ég hef sagt eða hugsað um foreldra mína í gegnum tíðina. Sérstaklega var það nasty þegar mamma hans læsti hann inn á baði og helti í fötu blöndu af salmíakspíritus og klóroxi sem hún skyldi eftir inni hjá honum. Í bókinni kom fram að talið er að 1 af hverjum 5 börnum í Bandaríkjunum (eða heiminum man ekki) séu fórnarlömb heimilisofbeldis. Það er dáldið mögnuð tala! Annað fróðlegt sem ég var að heyra um daginn, en er ekki alveg viss um. Að söngkonana snoppufríða hún Norah Jones sé dóttir hans Ravi Shankar. Sem var sá sem að kynnti sítarleik fyrir George Harrison og er því honum að þakka hversu vel Norwiegian Wood hljómar. Þetta gæti verið tóm steypa en hver veit? Jæja best að athuga hvort að Harpa sé búin að koma sér í bobba út í garði.
Itte Rasshai.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home