sunnudagur, ágúst 21, 2005

Matthildur Agla Ólafsdóttir (Valgerðardóttir)

OOOGGG það gerðist í gær. Hún kom í heimin þessi litla skvísa. Rétt náði flugeldasýningunni og var ekki lengi að poppa út. Við fórum í skoðun klukkan hálf 7 í gær, ég var á leiðinni í partý og Vala í rólegheitin. Þá bara, best að kíkja aðeins á þetta, nú heyrðu þú ert bara komin með 4 í útvíkkun og barnið er að koma. Okey dokey, okkur var skellt upp á fæðingardeild, þegar við komum þangað var komið 7 í útvíkkun. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, passaði að ég væri með nóg af batteríum í myndavélina, hélt í hendina á Völu og þökk sé Bibbu og Tinnu gat ég Dj-að almennilega tónlist. En tónlistin spilaði stóran þátt í fæðingunni. En litla drottningin kom í heiminn klukkan 21:58. Vala var búin að rembast í svona einn og hálfan klukkutíma þegar litlu froskalappirnar létu sjá sig. Hún var rifin af okkur med det samme og skellt í hitakassa og beint upp á Vökudeild. Þá tók við u.þ.b. súrasta móment sem ég hef á ævi minni upplifað. Í fyrsta lagi var Vala í þónokkuð góðum málum líkamlega eftir þessa fæðingu. Hún gat alveg labbað aðeins fram á gang og líka setið upprétt í rúminu. Við sem sagt sátum þarna bæði á fæðingarstofunni, algjörlega fucked up í hausnum eftir þessa reynslu. Flugeldar að springa fyrir utan og við að bíða eftir að fá að sjá barnið okkar. Við fengum svo ristað brauð að borða. Við bara sátum og horfðum á hvort annað að borða ristað brauð á menningarnótt með rugluna á fæðingardeildinni með ekkert barn í höndunum. Hello. Síðan eftir klukkutíma af súrheitum og óbærilegri bið, fengum við að fara upp á vökudeild og sjá minnstu dúllu í heimi, öll samakrumpuð í hitakassa og tengd við öndunarvél og risa mónitor. Það lítur sem sagt allt nokkuð vel út, allavega til að byrja með! Það getur margt breyst á skömmum tíma og það er nánast alveg öruggt að litla greyinu muni e-ð hraka. En það ótrúlega við þetta allt saman er að hún var 1045 g og 36 cm. Hún hefur bætt á sig alveg rosalega miklu á einni viku. Þessi vika hefur alveg bjargað öllu. En við hringdum strax í Kalla prest sem beið í viðbragðsstöðu. Hann kom í kringum 1 og þá stóðum við eins og tveir áttavilltir rónar og skírðum dúlluna okkar Matthildi Öglu Ólafsdóttir. Þúsund þakkir til Kalla fyrir að bregðast svona rosalega skjótt við. Við fengum hjúkkurnar til að taka þátt í hópsöng og Gréta vinkona Völu var ljósmyndarinn. Ég þarf aðeins að fá að finna út úr þessum myndum áður en ég hendi þeim á netið, en þær koma von bráðar. En ég ætla bara að skjóta inn í að ég hef ekki verið að svara mikið símanum eða sms, það er bara búið að vera crazy að gera og gefst ekki mikill tími til að spjalla. Einnig megum við ekkert vera með síma þarna uppi á vökudeild. En til að summa upp þá líður móður og barni svona þokkalega og við vonum bara það besta. Þessir tveir fyrstu sólarhringar eru mjög mikilvægir. Við Vala höfum ekki getað staðist mátið og sátum í allt kvöld við kassann hennar og héldum í höndina á henni. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Maður situr þarna og getur ekki einu sinni tekið hana upp og huggað hana. Hún er föst í öllum þessum snúrum og rörum. Maður sér hana gráta en heyrir ekkert í henni þar sem að öndunarvélin liggur á milli raddbandanna. Ég veit það samt að það róar hana ef ég og Vala tölum aðeins við hana og leggjum lófan aðeins á pínkulitla líkaman hennar. Hún þekkir raddirnar og veit að hún er öruggari með okkur nálægt. En það eru strangar reglur á þessari vökudeild. Mikil sýkingarhætta og allir verða að skrúbba sig vel áður en þeir koma inn. Það eru svona brúsar með sótthreinsandi spritti út um allt á deildinni. Einnig megum við ekki fá nema tvo gesti á dag og bara einn inn í einu. Við erum að hugsa um að leyfa henni aðeins að spjara sig áður en við förum e-ð að sýna hana, en í staðinn skal ég reyna að henda inn e-m myndum hið snarasta. Ég vona að allir séu til í að halda áfram að biðja fyrir henni, þar sem að núna tekur við önnur barátta. Ef allt gengur að óskum þá verður hún þarna greyið fram að fyrrum áætluðum fæðingardegi. Sem sagt næstu þrjá mánuði (vonandi) mun ég flytja lögheimili mitt á Barnaspítala Hringsins 3. hæð, vökudeild. Stæði 2 á gjörgæslu 3. By the way Incubatorinn okkar (hitakassinn a.k.a. prinsessukastalinn a.k.a. Magla´s crib) var gjöf frá Bónus. Þannig að elsku John and Johannes, þið eigið minn stuðning í þessu dómsmáli og ég skal lofa að reyna alltaf að versla við ykkur. Anyways, best að fara að sofa og búa sig undir átökin á morgun. Vonum að morgundagurinn verði jafn góður og sá fyrsti. Þúsund þakkir fyrir öll skeytin.

kær kveðja,

Matthildur Agla, Vala og Óli.

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh ég er svo glöð með þetta allt saman og nafnið alveg yndi....óska ykkur aftur innilega til hamingju og gott að músíkin kom að notum.
þúsund kossar og knús
Bibban

12:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna og gott að allt gekk vel hingað til. Sendum ykkur áfram strauma, minnsta kosti næstu 3 mánuði c",) Til hamingju með nafnið það er mjög fallegt og hæfir dömunni sennilega vel.
Gangi ykkur allt í haginn.
Lalli og Helga Dröfn

7:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með stelpuna! fallegt nafn. Við höldum áfram að senda strauma og fylgjast með.
Kveðja úr austrinu,
Lalli og Helga Dröfn, Sweden

7:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með litlu stelpuna. Vonum þó að hún stækki nú almennilega svo hún þurfi ekki að fara í hobbita félagið. Matthildur Agla er fallegt nafn og hún ábyggilega gullfalleg. Kossar og knús vildi að ég gæti komið til ykkar.
Katrín down under

8:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með litlu dömuna og fallega nafnið. Gangi ykkur sem allra allra best og við höldum áfram að senda góða strauma til ykkar.
Kveðja María

8:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til Hamingju og gangi ykkur allt i haginn. Ekkert nema godir straumar hedan. Bestu kvedjur fra DK

Haukur, Iris og Rakel

8:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Óli minn. Frábært að hún hafi fengist til að doka í viku telpan. Ég fórnaði tvweimur höfrum í gær og tók Þrumuguðinn Þór í sjómann svo hann lofar að gæta hennar hér eftir.

Hjartans kveðjur,
Kristinn, Gurðún og Teddington.

10:11 f.h.  
Blogger Ásta said...

Mikið voru þetta góðar fréttir! Telpan er bara risi miðað við fæðingartíma:) Til hamingju með yndislegt nafn! Stórt nafn fyrir litla hetju;)
Gangi ykkur allt í haginn. Baráttukveðjur,

Ásta og Jákup

10:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku súper-fallega fjölskylda.
Ég er búin að vera að fylgjast með og biðja fyrir stelpunni ykkar. Voða er ég ánægð að hún sé komin heil í heiminn, og hefur hlotið þetta ótrúlega fallega nafn. Stórt nafn á stóra stelpu. gangi ykkur allt í haginn. Hlakka til að fá að sjá prinsessuna.
Kveðja Kristín (Arnarsystir) og bumbubúinn.

12:26 e.h.  
Blogger Dilja said...

innilega til hamingju með matthildi öglu (mjög ánægð með val á nafni hjá ykkur!!)
mikið óskaplega standið þið ykkur vel!!
kærar kveðjur
diljá

2:14 e.h.  
Blogger Aslaug said...

Til hamingju með dótturina og gott nafn. Ég mun biðja alla góða vætti að vera með Matthildi Öglu svo hún verði fljótt stærri.
Gangi ykkur vel í nýju hlutverki,
Áslaug (systir Kartínar og fyrrum skólasystir Óla)

2:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til grats nýkryngdu foreldrar :) Stórt og flott nafn á myndar stúlkur.
"Úff Óli orðinn pabbi og alles", skrítin hugsun en hlutverk sem þú munnt án efa standa þig vel í.
Vonast til að sjá ykkur öll hress og kát á næstunni.

Kveðja Unnar

7:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Ég sit ennþá með krosslagða puttana og óska ykkur alls hins besta.
Baráttukveðjur.
Bába

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlýhugur til sjávar og sveita, þeas til Matthildar ótrúlega duglegu prinsessu. Ég hef óbilandi trú á henni, hún er seig og sterk. Áfram stelpur:)Hlakka mikið til að sjá ykkur. Og aftur til hamingju píps!! Gaman að fá smsið í flugeldunum þar sem við vala og Trína sátum akkúrat fyrir ári síðan að hlusta svartan afgan og horfá flugeldana. Sakn sakn Kata

9:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alec Baldwin to Receive Award at PETA Gala
The company is now working with PETA to promote its veggie burgers nationwide, PETA said in a statement Monday to The Associated Press.
Georgia Data Recovery

9:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju bróðir með nýtilkominn erfingja að krúnunni. Ég hef það á tilfinningunni að hún verði baráttukona enda hefur staðið sig ótrúlega vel fram að þessu.

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með dótturina.
Vonum að háraliturinn sé meira Liverpool-rauður en ManUn..bleikur.

Baráttukveðjur!
Erna, Gunnar og Guðni

11:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega tilhamingju með litlu prisessuna :) Hún er algjör hetja! Gangi ykkur súperdúper vel.

Kveðja, Fríða Rut

12:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home