föstudagur, ágúst 19, 2005

Sturta

Nú hafa samdrættirnir verið að aukast og aukast hjá Völu síðustu daga. Ég var hjá henni í nótt í lazyboy við hliðina á rúminu. Hún vaknaði á svona hálftíma fresti með stingandi verki. Þetta er allt svo skrýtið því að hjúkkurnar eru búnar að vera að segja að þetta séu ekki samdrættir. Bara " nei nei þetta eru ekki samdrættir elskan, þetta er e-ð allt annað. Ekkert vera að skrifa hjá þér tímasetningarnar og hversu oft þeir koma, algjör óþarfi elskan". Síðan kom læknir að kíkja á hana í morgun og hann sagði strax að þetta væru samdrættir og setti hann á ógeðslegt samdráttarlyf sem heitir Bríkalín eða e-ð svoleiðis. Sem er með rosalegar aukaverkanir. Hraður púls og skjálfti. Þannig að hann hafði töluverðar áhyggjur af þessu, ég held að maður taki nú meira mark á honum. Hann kíkti líka á hana í gær og þá leit allt þokkalega út. Leghálsinn var þá búin að lokast og hún fékk leyfi til að standa aðeins upp. Hún fékk að fara í sína fyrstu sturtu síðan hún var lögð inn, í gær. Það var mjög jákvætt og gleðin leyndi sér ekki. Í sambandi við heimsóknir, þá fer það alveg eftir dagsforminu hvernig það er. Þar sem hún er hætt á pensilíni þá er alltaf mikil sýkingarhætta. Það er eiginlega búið að taka fyrir heimsóknir í bili. Við sjáum bara til hvernig verður næstu daga. Enn og aftur erum við þakklát fyrir hvern dag sem líður og vonum bara að þeir verið fleiri.

kær kveðja.

Vala, Óli og Premie.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var að horfa á heimildarþátt um Sophiu Loren hún lá í rúminu á spítala alla 9 mánuðina þegar hún gekk með son sinn. Svo komust blaðamenn inn á spítala að taka við hana viðtal, þá var hún stífmáluð og gullfalleg. Það hafa greinilega verið til svona höfuðþvotta tæki í den líka. Það er alla vega jákvætt að Vala þarf ekki að liggja í 3 mánuði.

1:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kysstu völu frá mér Óli. Ég skil sturtuhuggulegheitin betur en nokkur annar;)katz

6:38 e.h.  
Blogger Óli said...

Pabbi var einmitt búinn að segja mér frá Sophiu. Vala er bara svo gullfalleg að hún þarf ekki einu sinni að mála sig eftir vikulegu til að líta miklu betur út en Frk. Loren. Ég kyssi hana frá þér Katz.

12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home