þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Smá næturuppfærsla

Í dag fórum við á nýja deild, eða meðgöngudeildina. Sem er svona almenn deild fyrir konur sem eru að fara að eiga. Það er óhætt að segja að þessi dagur hafi farið aðeins fyrir brjóstið á okkur Völu og þeir hafa svo sannarlega verið betri. Byrjaði á því að tala við þennan lækni í morgun sem var ekki alveg nógu hressandi leið til að vakna. Síðan fórum við niður á þessa deild, þar sem við erum í herbergi með annarri stelpu og einu sjónvarpi út í horni. Það er svo sem allt í lagi, stelpan er mjög fín og gaman að spjalla við hana. Það er bara stórkostlegur munur að mínu mati á því að fara af Hótel Hilton á þriðju hæðinni niður á Hostel Café/bar/Elliærir nasistar sérstaklega velkomnir á annarri hæðinni. Hjúkkurnar þarna niðri létu mann strax vita who is boss og það er ekkert elsku mamma hjá þeim. Bara heimsóknartími frá 14 - 20 og talað um feðurna í þriðju persónu, þó að þeir standi 2 metra í burtu. En ég fékk nú að koma snemma á morgun og fæ að vera hjá henni fram eftir degi. En við sem sagt fórum niður á þessa deild og ég var síðan rekin út í mat á milli 12 og 14, hvíldartími sjáið til. Ég kom síðan aftur til að fara í sónarinn. Við rúlluðum okkur þangað og ekki tók þá mikil gleði við. Gleðikonurnar í sónarnum voru ekki gleðilegri en svo að mig langaði að kyrkja þær með myndavélinni sem ég mátti ekki nota inn í sónarherberginu. Hvað er svona þurrkuntulegt fólk að gera í svona vinnu. Ég og Vala vorum eins og tvö viðkvæm strá í vindinum að reyna að átta okkur á þessum sónar. Allskonar hugsanir voru að þjóta í gegnum hugann, eins og hvort að þetta væri í síðasta sinn sem maður sæi hana hreyfa sig. Maður rétt náði að kyngja grátnum til að spyrja "uu getið þið mælt þyngdina eða..?" Gleðikona númer 1 " Já, ég er að því" með svona hvaðertuaðspyrjamighelduruaðégvitiekkihvaðégeraðgera svip. Síðan voru þær tvær e-ð að ræða um stærð barnsins og töluðu e-ð um að hún væri minni en einhver kvarði. Þá minnir mig að Vala hafi spurt hvort að það væri e-ð slæmt. Þá lá við að gleðikona númer 2 hafi byrjað að flissa og sagði " nei, það skiptir engu" eða e-ð álíka hjartnæmt. En það sem kom út úr þessum blessaða sónar var að litla greyið er ekki nema 774 gr að stærð, sem eru svona rétt rúmlega 3 merkur og allt legvatnið er farið. Ég vill nú alls ekki vera að trasha fólkið á spítalanum , en þetta er búið að vera mjög skrýtin og tilfinningaríkur tími og ég býst við að maður verði sérstaklega viðkvæmur á stundum sem þessum. Flestir eru búnir að vera frábærir. Þegar ég fór frá Völu í kvöld var hún búin að vera að fá aðeins samdrætti. Þeir komu á hálftíma fresti á svona 3 klukkustunda tímabili. Þannig að ég á ekkert alltof auðvelt með að fara e-ð að sofa hérna heima. Er með símann stilltan á hæsta og með jogginggallann tilbúinn við rúmstokkinn ef maður þarf að taka skokkið yfir á spítala í nótt. Please dear God ekki láta það gerast. Við töluðum einmitt við mömmu konunar sem er í herbergi með okkur og hún sagðist hafa lent í því nákvæmlega sama fyrir 25 árum. Þá missti hún legvatnið, en náði svo að liggja svo í 6 vikur upp á spítala þangað til að hún átti 2 mánuðum fyrir tímann. Og það barn var einmitt konan/stelpan sem liggur við hlið oss (kona! hún er nú bara 25). Skemmtilegt og upplífgandi ekki satt. Ég vona bara að hún Vala nái að klemma saman á sér lappirnar í allavega smá tíma í viðbót. Það er búið að vera rosalega gott að tala við hann Kalla, sem er svona fjölskyldupresturinn hennar Völu í gegnum pabba hennar. Hann hjálpaði þeim mikið í snjóflóðinu og er styrkur að fá að tala við hann. Við ákváðum að hafa samband við hann um leið og þetta gerðist. Við ætlum að skíra um leið og hún kemur sú litla. Okkur finnst það best, sama hvað gerist. Sem betur fer vorum við mjög tímanlega í því að velja nafn á litlu. Við fundum nafn sem okkur fannst passa svo vel við og það liggur svo í augum uppi að skíra hana því nafni. Ekki alveg skírnin sem við vorum að hugsa fyrir nokkrum vikum, en það er allt í lagi. Jæja ég held að ég ætti að fara að sofa og hætta þessu blaðri. Ég vona bara að síminn hringi ekkert í nótt.

kveðja,

Vala, Óli og Stúlkan okkar hún Yasmin Olsen.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Wish you all the luck in the world!

Kristinn

9:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gúd lökk ég hugsa til ykkar hérna niðri. ég er búin að heyra af nokkrum svona dæmum þar sem legvatnið fór og móðirin þurfti að liggja uppi á spítala og svo kom barnið bara rétt fyrir tímann. Þetta reddast, þetta reddast,krosslegg puttana
Kossar og stórt knús til ykkar allra.

10:11 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir það. Þetta reddast, þegar svona margt gott fólk er að hugsa til hennar. Þá hlýtur e-ð gott að koma út úr þessu.

2:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og veistu..ég hef bara heyrt slæmar sögur af fólkinu þarna uppi á meðgöngudeild. en EKKI láta það angra ykkur. þið eruð bara 3 í heiminum og látið allt slæmt sem vind um eyru þjóta:)

4:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home