fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Hárþvottur...ummmm

Vala fann þónokkra samdrætti í gær og ég þurfti að fara snemma úr vinnunni í gær vegna þess að hún var farin að finna til slappleika að auki. Þegar ég kom var hún frekar slöpp og kvartaði yfir hausverk. Það var smá hitaaukning þegar hún var mæld sem er mjög slæmt, vegna þess að ef hún fær hita þá verður fæðingin sett af stað. Þar sem engin sýklalyf eru lengur í boðinu er engin áhætta tekin. Hún var í monitornum í gær nokkrum sinnum, en hann mælir hjartslátt, samdrætti og hreyfingar. Það leit allt nokkuð vel út en það er kannski ekki mikið að marka samdráttamælingar þar sem að konur eru ekki settar í svona monitor fyrr en á 28. viku. Samdrættirnir héldu áfram fram eftir kvöldi en allt var með kyrrum kjörum þegar ég fór í nótt klukkan eitt. Ég vaknaði síðan við símann í nótt klukkan hálf fimm. Ekki besta leiðin til að vakna en þá sagði hún mér að ákveðið hefði verið að færa hana upp á fæðingardeild vegna stöðugra samdrátta. Hún sagði mér að þetta væri bara varúðarráðstöfun og ég átti að halda áfram að sofa. Hún hringdi svo aftur nokkrum tímum síðar og þá var búið að færa hana aftur niður. Gott gott. Núna eru kramparnir eiginlega hættir en smá verkir ennþá. Ég er á leiðinni upp á spítala núna á eftir og skila þá þessum frábæru kveðjum í commentunum hérna fyrir neðan. Og einnig allar gjafirnar og lánið á tölvunni. Takk fyrir það öllsömul. Það jákvæða við gærdaginn var að Vala fékk fyrsta alvöru hárþvottinn sinn frá því að hún var lögð inn. Þeir sem þekkja Völu vita hvað það hefur svo sannarlega verið breyting til batnaðar fyrir hana ; ) Hún fékk reyndar gervihárþvott fyrir nokkrum dögum þar sem er notuð svona hetta sem er hituð í örbylgjuofni. Og sett síðan á hausinn og nuddað. Ekkert vatn og allt frekar strange. Gott fyrir útileguna eins og Ingibjörg sagði. Sérstaklega þá sem eiga útileguörbylgjuofna. En það komu svo miklir gleði- og nautnarstraumar frá Völu við þennan hárþvott að ég held að öll fæðingardeildin hafi getað sleppt deyfilyfunum þennan klukkutímann. Allir nutu góðs af og nýfæddubörnin hættu að gráta. Bliss. Við vonum bara að þetta í nótt hafi verið false alarm. Takk fyrir allar kveðjurnar og öll hugskeytin eru að virka. Believe me.

kveðja,

Vala, Óli og Premie.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hárþvotturinn var með því skondnasta sem ég hef séð en lyktin var ekki sú besta.....sendi ykkur endalausa strauma og hugsa til ykkar hverja mínútu!!!!

þúsund kossar og ennþá meira af knúsi
Bibban

4:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu ha? Má koma í heimsókn? Ég hélt það mættir bara þú vera óli?Ef Bibba kom þá má eg líka?? Catmaster

7:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er loksins komin með netið nú get ég verið í stöðugu sambandi. Takk enn og aftur Óli fyrir að vera svona duglegur að blogga. Þið eruð hetjur, áfram rauðhærðir. gott að heyra að Vala fékk hárþvott, er hún með nóg af ilmvatni og body spreyi hjá sér.
Kossar og knús
Katrín og Grétar

8:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home