Veruleikatuskan
Dagurinn í gær var án efa svolítið mikil veruleikatuska í andlitið. Ég veit ekki hvort að maður hafi verið búinn að fyllast e-i barnalegri afneitun eða bjartsýni. Allavega fengum við að vita það í gær, og ekki frá læknunum heldur frá þriðja aðila sem mér fannst ekki alveg nógu og spennandi, að þetta hefði gengið vonum framar en þeir voru ekkert að búast við því að þetta myndi haldast lengur en nokkra daga upp í 2 vikur. Ég var svo búinn að sjá fyrir mér að Vala gæti mögulega legið þarna í mánuð til 6 vikur. En það er víst ólíklegt. Læknarnir töluðu svo við Völu í morgun og voru að athuga stöðuna á kollinum í sambandi við hvort að hún gæti staðið aðeins upp og farið í sturtu og svoleiðis. En þá kom í ljós að kollurinn er hreyfanlegur sem þýðir að ferlið er komið það langt af stað að hún má ekkert hreyfa sig. Hún verður svo tekin af penslilíninu í dag vegna þess að það truflar víst e-ð þegar þeir eru að rannsaka ástand Premie. Þar af leiðandi eykst öll sýkingarhætta og ef sýking kæmi upp þá verður hún sett af stað. En hún verður svo sett aftur á pensilín í fæðingunni sjálfri. Vala verður svo sett á blóðþynningarlyf í dag vegna þess að það er svo mikil hætta á blóðtappa ef hún liggur svona. Óléttan er líka extra álag á líkamann þannig að þeir vilja taka þetta skref. Þetta er búið að vera svo mikið rollercosterride að það hálfa væri nóg. Maður sveiflast allan tilfinningaskalann mörgum sinnum á dag. Maður getur verið rosalega bjartsýnn eina stundina og svo heyrir maður e-ð og þá er það misty eyes næsta klukkutímann. Við Vala náðum að tala vel saman í gær um allt sem gæti gerst á næstunni, sem var mjög fínt þar sem við höfum eiginlega ekkert náð að gera það. Ég held að það sé erfiðast af öllu að reyna að sætta sig við þessa stöðu og að ýta í burtu reiðinni. Það eina sem við getum gert er að vera bjartsýn og taka einn dag í einu. Ég meina hver veit, kannski fer allt vel. Það þýðir ekkert að sökkva í e-ð þunglyndi og einblína á það svarta sem er framundan. Núna er Vala líka ein á stofu sem þýðir að öll aðstaða er mun þægilegri fyrir okkur. Ég gat til dæmis verið hjá henni í gær til miðnættis, sem var ótrúlega gott. Og það er margt gott í stöðunni. Við erum komin á 26 vikur!! Spaðann á loft. Þetta er stelpa, sem á víst að vera betra, við náðum báðum sterasprautunum og barnið er í höfðustöðu. Annað sem er rosalegur plús en læknarnir eru ekkert að hafa hátt um, er að hún er rauðhærð. Í gegnum aldirnar hefur það verið þekkt staðreynd að rauðhærðir eru mun líklegri til að lifa af og þeir eru komnir mun lengri á þróunarstiganum en hinir. Þannig að hún ætti nú að spjara sig drottningin. Nú ætla ég að kíkja til hennar fram að hádegi og mæta svo í vinnuna. Enn og aftur viljum við þakka öllum fyrir stuðningin í gegnum þetta og við höldum áfram að vona það besta.
kæra kveðja,
Vala, Óli og Red Premie queen.
8 Comments:
Nákvó áfram rauðhærðir. Svo eru rauðhausar svo þrjóskir líka og taka ekki við neinu kjaftæði, sú litla á ekki eftir að láta bjóða sér neitt rugl.
Takk fyrir að blogga svona mikið Óli þetta róar mig mikið, tókst samt að fara að grenja smá í strætó í dag, taugarnar eru ekki að þola mikið meira.
Kossar og knús þið eruð hetjurnar mínar
Sæll Óli og frúr. Vildi bara árétta að við fylgjumst grannt með úr austrinu. Halltu áfram að ausa úr þér hingað á netið, held það sé gott fyrir ykkur og okkur hin sem ekki erum í hringiðuni með ykkur. Hugsum til ykkar stöðugt.
kveðja,
Lárus og Helga Dröfn í Svíþjóð
Margir plúsar mér líst rosa vel á þetta og er ennþá vonbetri eftir alla þessa plúsa. Rauðhært þrjóskt hörkutól skal það vera. Og eflaust hobbiti til að byrja með eins og sæta mamma sín. Viva la yndislegu rauðhærðulingar óli, trína og premie. baráttukveðjur og faðm catmaster
baráttukveðjur til ykkar á lansanum!! sendi allt mitt rauðhærða englacrew þangað uppeftir!
kær kveðja diljá
Fylgst grannt með gangi mála hér á blogginu. Eina sem hægt er að gera í stöðunni er víst að vera jákvæð og bjartsýn.
Baráttukveðjur úr hlíðunum.
kveðja Unnar
Æðislegt að heyra um alla plúsana í stöðunni! Og svakalega gott að heyra reglulega frá ykkur;) Gaman að því að hún skuli vera rauðhærð þessi elska! Það er bara betra;) Fingurnir eru ennþá í kross fyrir ykkur.
Kærar kveðjur, Ásta
Gott að heyra um jákvæðu hlutina, og auðvitað er skvísan rauðhærð eins og pabbi sinn......en ekki hvað. Hugsa til ykkar og litlan er enn í mínum bænum. Gangi ykkur vel, þið eruð hetjur. Kveðja María
Takk fyrir þetta. Við metum það mikils. Keep it up!
Skrifa ummæli
<< Home