Magla (rauðhærða??) gyðjan mín
Magla er sko algjör töffari. Búin að vera í cribbinu í 2 sólarhringa og bara búið að taka hana úr öndunarvélinni og setja hana í svona öndunarstuðning. Hún lætur bara fara vel um sig í ljósum allan daginn, tottandi snuð sem er stærra en hausinn á henni og með hvít Don Johnson sólgleraugu. Hún lætur vel heyra í sér eftir að öndunarvélin var tekin og það kemst engin upp með neitt múður í kringum hana. Vala og töfrahendurnar hennar sjá um að halda prinsessunni rólegri og mamma má sko ekki fara frá í eina sek og þá verður allt brjálað. Þannig að allt lítur svona nokkuð vel út verður maður að segja, eins og er allavega. Þegar Vala kemur heim af hospital þá búum við til svona barnasíðu fyrir Möglu og setjum þar fullt af myndum og myndböndum inn. Mamma (mín) kom að kíkja á hana í dag í fyrsta sinn og Magla opnaði aðeins augun fyrir hana. Frekar misty moment þar á ferð. Annað misty moment var að lesa allar þessar kveðjur á commentunum hér að neðan. Jeeessuuuuss takk takk og takk, nema þessi útlensku prumpu spam kveðjur. Að lokum vil ég enda þetta á spurningu til Guðs. "Góði Guð, ég vil byrja á því að þakka fyrir hvað allt gengur vel, EN viltu segja mér af hverju dóttir mín er dökkhærð, ekki rauðhærð eins og við vorum búnir að semja um"??? Ekki alveg nógu og sáttur við þetta. En kannski reddast þetta eftir smá tíma. Kannski er þetta dökka svikahár svona fósturhár sem dettur bara af.
kveðja
Magla, Vala og Óli.
5 Comments:
Þetta er bókað fæðingahár sem á eftir að detta af og svo koma fagurauðir lokkar í ljós (helst með smá liðum). Takk enn og aftur fyrir að vera svona duglegur að blogga Óli. Kossar og knús
Trína Down under
Frábært - hörkustelpa! Kemur til með að standa sig vel. Hlökkum til að sjá myndir.
Bestu kveðjur frá Svíþjóð Lalli og Helga Dröfn
Það er frábært að heyra hvað skvísan stendur sig vel, hlakka mikið til að sjá myndir. Kveðja María & Co.
óli sko, hún er dökkhærð, völugenin vinna hárið, og þá er ég að tala um allt líkamshár. we're talkin cousin it here....
Já já Tinna mín, við sjáum bara til með þetta.
Skrifa ummæli
<< Home