Hennar hátign Magla!
Efri myndin er svona eins hún er venjulega þessi elska. Í ljósum og með sólgleraugun góðu. Myndin fyrir neðan var tekin af henni þegar hún losnaði í smá stund úr öndunaraðstoðinni og fékk konunglegt bað. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem við sáum almennilega framan í prinsessuna. Stuttu seinna fékk hún að koma aðeins úr hitakassanum og fór á vigtina. Hún er núna 913 g. Smá megrun í gangi, stendur yfir í nokkra daga ; ) Síðan fékk Vala að halda á henni í fyrsta sinn! Mjög misty moment, eitt af mörgum.
7 Comments:
Loksins komst ég í tölvu:) Því ætla ég að nýta mér tækifærið að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og allt sem þið hafið gert fyrir okkur í þessari rússíbanaferð. Hvert sms,kveðja, bæn....þetta var og er ómetanleg á svona tímum. Við hefðum ekki þraukað svona vel án ykkar allra. Risastórt misty knús frá okkur Matthildi af spítalanum.
Vala möglumamma
Æ hvað hún er óskaplega lítil og sæt. Mikið verður gaman að fylgjast með henni dafna og þroskast.
Gangi ykkur öllum vel Lalli og Helga Dröfn í Svíþjóð
Ofsalega er hún falleg prinsessan. Gangi ykkur vel með allt saman þið standið ykkur eins og hetjur. Kveðja María
Innilega til hamingju með þessa fallegu stúlku.
Ef hún hefur þrautsegjuna frá móðursystur sinni (Jóu) þá er henni vel borgið. :)
Sendi ykkur baráttukveðjur.
kveðja Pálína
Frabaert ;) frabaert Nafn, rosa cool nafn, Mikid nafn á tilvonandi mikla konu ;) ég var ekki bunad lesa bloggid...Oli minn hefdir alveg matt gubba thessu ut ur ther thegar ég taladi vid thig ;) hehehe... ohhh frabaert aedislegt ég er svooo glod hvad allt er ad ganga vel held bara afram ad hugsa fallega til hennar Matthildar Oglu og ykkar nybokudu foreldrar
knussar thusundir
LaufeyBjork
Oh hvað það er gott að fá að sja litla sponsið. Til hamingju með þessa fallegu prisnessu.
Kossar og knús
til ykkar allra
Katrín down under
Mikið er hún lítil og yndisleg! Ég er nú ekki frá því að það sé einhver Óla svipur á ferð:)
Áframhaldandi baráttukveðjur, Ásta
Skrifa ummæli
<< Home