Skítaveður
Hvað er málið með þetta land? Loksins þegar maður fær e-ð frí þá er bara eins og október sé mættur á svæðið. Rigning, skítakuldi og þungskýjað. Hefði átt að smella mér til sólarlanda á meðan ég átti peninga. Var að borða svínakjöt í svona kjúklingasósu áðan og þessi sósa er sú sterkasta sem ég hef smakkað. Leið eins og ég væri að borða brennistein. Fór á bókasafnið áðan og birgði (er það ekki skrifað svona) mig upp af bókum. Tók ævisögu Gazza, ævisögu Mandela og framhaldssögurnar Hann var kallaður þetta og Undankomulausi drengurinn, svona til að læra hvernig maður á ekki að koma fram við loðna. Þannig að fríið mitt er ekki að byrja eins og best væri á kosið. En maður getur nú ekki kvartað, Höskuldur afi er kominn á spítala og maður getur ekki annað en vonað það besta. Fæ að vita meira á morgun, en ástandið gæti alveg verið betra. Anyways, sendi honum baráttuhugskeyti í nótt og hlýhugarskeyti til ömmu.
Nighty night.
3 Comments:
vá hvað ég er sammála þér með þetta veður, ég sem hlakkaði svo til að vera í fæðingarorlofi og rölta um bæinn með börnin, með ísinn í annarri og sólarvörnina í hinni. En ég hangi bara inni í staðinn :-(
Ég þakka fyrir mig á laugardagskvöldið og mun ávallt minna þig á að þú klikkaðir á bænum... ;-)
Kveðja María
aiii Oli minn samhryggist ther med afa thinn, sendi ther hlyjar hugsanir. Er samt ekkert alveg smmaá´lá med vedrid mér finnst thetta bara fallegt og ferskt!!! En samt hlakkar mig alveg ad komast i 30 stiga hitann ;) Thad litur ut fyrir ad thu thurfir bara ad kikja til Spain svona til ad fa sma hlyju, thu ert allaveganna avallt velkominn. Knussar
L
Takk sömuleiðis María mín, ég mun víst aldrei bíða þess bætur að hafa beilað. Ég mun bæta þér þetta upp seinna, promise.
Ég skal alveg kíkja til spánar Laufey. Þú býður ekki satt, við leggjum bara saman öll skiptin sem ég hef boðið þér í mat og það ætti að jafngilda einum miða.....í kringum hnöttinn!
Skrifa ummæli
<< Home