Góðar leiðir til að sofna
Ég er búinn að komast að bestu leið í heimi til að sofna. Ég áttaði mig á því í vinnunni í dag að þegar maður les upphátt þá þyngjast augnlokin um helming á 0,1. Þetta bregst ekki, í hvert sinn sem ég les fyrir krílin þá fer hausinn á mér að taka hringsveiflur vegna þreytu og hálsinn tekur kippi. Unnar kom í gær með Red hot og U2 live @ slane castle og við gláptum á það í varpanum. Þar og þá varð ég almennilega sáttur við kaupin á varpanum. Mér leið eins og ég væri staddur í miðri þvögunni og kveikti á kveikjara undir One. En ég grét ekki eins og sumir hefðu gert ; ) Síðasta vikan í vinnunni að byrja áður en fríið byrjar. Dagurinn búinn að vera ein klesst geðveiki. Endalaus hlaup og vitleysa. Ekki tekur betra við þegar heim er komið. Þarf að hlaupa og skúra, koma heim og taka til, taka á móti manni sem skoða vill íbúðina og setja upp gervibrosið og sölumannaglampann í augun. Er alveg að spá í að tjékka á Foo og Queens á morgun. Verður maður ekki að smella sér á allaveg eina tónleika. Ég meina það er búið að vera þvílík tónleikasumur hér á landi og ég hef ekkert séð. Skandall og skömm. Jæja best að hlaupa og þrífa ósýnilegan skít.
Slater bandaids and rockgods.
4 Comments:
Ég komst að því um daginn að það virkar þrusu vel að telja kindur líka. Ég var búin að liggja andvaka í marga tíma og ákvað svo að prófa þetta húsráð...og var sofnuð áður en ég var komin upp í 30!;) Ég er ekki viss um að börnin fíli það samt...hahaha
Gangi þér vel að þrífa og selja!
á endalaust ad boggast a ad snokkta fyri U2.....
huhh!! og svo vidurkennirru ad hafa grenjad yfir gronnum...hneyksl..hneyksl!!
Óli! Hvað á að gera á laugardagskvöld? Á bara ekki að koma að djamm með mér og brósa ásamt fleirum? Það er amk party sem þér er boðið í !!!
Haukurinn alveg að koma á landið!
Takk Ásta mín, ég prófa þessa aðferð í kvöld. Sjáumst í partýinu.
Ég býst við að þetta sé L. Ég skal hætta að böggast.
Haukur, ef það verður ekki partý fyrir konurnar í skólanum heima hjá mér, þá mæti ég med det samme í partýið ykkar. Sjáumst þar.
Skrifa ummæli
<< Home