Sunnudagur til sigurs?
Sunnudagur til sigurs, ég veit það ekki? Þetta er nú búinn að vera hálfgerður leti og leiðinda sunnudagur. Fór í fínasta grill til Gagga og Söru í gær þar sem Baldur fór á kostum í umræðunni um hinn réttdræpa hermann. Allir sem ganga í her eru réttdræpir! Tók þá gáfulegu ákvörðun að láta bæinn eiga sig og fór snemma í háttinn. Þurfti nauðsynlega á hvíldinni að halda til að hlaða batteríin. Búinn að snúa íbúðinni við í dag til að leita að lyfseðli sem pabba vantar. Ótrúlegt hvernig maður getur týnt hlutum. Þetta á sérstaklega við um sokka og gítarneglur. Einhversstaðar í þessum heimi sitja einmanna hjón á miklum fjársjóði samsettum af einstökum sokkum og gítarneglum. Þau hljóta að vera með litla púka í vinnu hjá sér sem að ferðast um heiminn og safna í fjársjóðinn. Nú fer senn að líða að fríinu mínu og ég er enn ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera. Panic is setting in. Spurning hvort maður fari hringinn á Tona, en ekki væru nú allir á eitt sáttir við það!! Ég er að hlusta ákkurat núna á lagið He is simple he is (man ekki) he is the pilot með Granddaddy. Það er e-ð mjög svo haunting við þetta lag. Horfði í gær á hinn mikla kómík snilling Lewis (held ég) Black. Stand upp í hæsta gæðaflokki. Ég mundi allt í einu þegar ég var að horfa á hann að þetta er gaurinn sem kom einu sinni í Conan O´brian og sagði ódauðlegan brandara í huga míns og Arnar. Þetta var sem sagt í kringum forsetakosningarnar árið 2000 í USA. Hann hljómaði einhvernveginn svona: " And how about these gay republicans. Gay republicans! Who are they? Two guys with a website!"
Slaters.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home