Anger management
Síðasti dagurinn í vinnunni í dag og nú er ég kominn í frí. Spaðann á loft, takk. Tíminn frá 17 - 17:15 leið eins og 4 tímar. Vá hvað ég þarf á því að halda að komast í frí. Annað sem ég þarf á að halda er anger management kúrs. Ég er versti skaphundur sem til er, ekki alltaf en svona stundum. Fyrir þá sem ekki vita hvernig er að vera skaphundur þá lýsir þetta sér svona: Pirringur magnast og magnast og magnast og magnast, kannski yfir marga daga og margir faktorar koma inn í dæmið. Áður en maður veit af eru líkamleg einkenni kominn í gang, sem eru ör en þungur andardráttur, eirðarleysi, skjálfti og roði í kinnum. Síðan skeður e-ð sem að fær mann til að losa allan þennan pirring. Þá er eins og maður tappi inn í svona orkustöð sem er stillt á destructive mode. Þá flýtur alls konar viðbjóður út úr kjaftinum á mér og ég get ekki hætt. Hlutirnir sem ég segi á svona stundu eru ófyrirgefanlegir og ógeðslegir. Þið sem þekkið mig vel kannist sennilega við þetta. Ég vil bara nota tækifærið og biðja alla sem eiga í hlut afsökunar á því sem ég hef látið út úr mér í slíkum ham. Þið vitið hver þið eruð. Ætli maður geti farið á svona námskeið á Íslandi? Læra að telja upp á 10 og anda rólega. Það er líka alveg merkilegt hvað svona móment koma oftar ef ég hef ekki e-a líkamlega útrás sem ég kemst í. T.d. Júdó, fótbolta eða körfubolta. Ég er hálf smeykur við að fara á djammið í kvöld í svona ástandi, það vill nefnilega oft enda í e-u rugli. En núna er ég kominn á bíl, þar sem að baunamamma er í Dk og lánaði mér bílinn á meðan. Það róar oft taugarnar mikið að komast í góðan og langan bíltúr. Fór í gær í mat til pabba og Elfu. Elfa var að segja mér alls kyns nytsama hluti um fæðingar. Skemmtilegt að heyra það og tilhlökkunin verður alltaf meiri og meiri. Anyways best að fara og telja upp á 100 og gera armbeygjur. Slater babys.
<< Home