laugardagur, júlí 09, 2005

Kaldar rósir

Þunnur og blankur í dag. Ekki alveg nógu og sniðugt. Gleymdi í öllum hamaganginum við að liggja í leti að fara í bankann og taka út penge. Ég á víst að fara að halda partý fyrir Kennó bekkinn í kvöld, þannig að það verður ekki mikið um veitingar eða annað góðgæti. Kippa og þúsundkall til að eyða í bænum, alveg eins og í gamla daga. Líst vel á það. Var að átta mig á því að vinur minn hann Ryan Adams hefur gefið út nýja plötu. Tvöfalda sem heitir Cold roses. Gott að geta notað fríið í að kanna hana. Ég hélt líka að Damien Rice væri að koma með plötu en það virtist bara hafa verið singull. Hann virðist vera svo busy þessa dagana að bjarga Búrma að hann hefur engann tíma til að búa til fleiri eyrnarjómasúkklaðikonfekt. Heilinn á mér er sofandi í dag þannig að ég get ekki skrifað meir.
Slater.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ju ég held ad Damien Rice se komin med nyja plotu...downloadadi ikkverjum slatta um daginn...thannig if u want it u got it...
og annad takk fyrir tofrasprotann... og bara svo thu vitir thad... tha faerdu hann ekki til baka fyrr en ég er farin af landi brott...
L

11:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home