Klassískur laugardagur
Tók áðan klassískan göngutúr upp í kringlu, ríkið og bankinn. Helvítis kringlan á laugardögum. Fór þar á undan í klassíska sundferð á laugardegi í höllina. Ég er farinn að standa sjálfan mig að því að stara á öll lítil börn. Það kann að hljóma illa að standa í sundi og stara á lítil börn, en ég get ekki hætt að velta því fyrir mér hvernig barnið okkar eigi eftir að líta út. Við erum nú svolitlar andstæður í útliti ég og Vala. Kolsvart hár og dökkt útlit blandað við rautt hár og freknur. Ég get bara ekki beðið eftir að sjá litla grísinn. Stundum vildi ég að tíminn myndi bara fljúga áfram, en þetta verður nú allt að taka sinn tíma. Fór í gær með Unnari á War of the worlds. Fín afþreying sem endar...tja...segi ekki meir. Krúsin stendur fyrir sínu, en senuþjófurinn er Tim Robbins. Í kvöld er það svo grill hjá Garðari og Söru, þar sem að Baldur og Sigga ætla að láta sjá sig í fyrsta sinn síðan að nefið á Jackson var flatt. Ég hringdi áðan í Laufey sem grét hástöfum í símann. Ég skil það svo sem mjög vel, ég meina hún var að horfa á Live8! Sumir eru bara dramatískari en aðrir. Og svo var náttúrulega Bono að syngja.
2 Comments:
já var thad ekki.... adeins ad ykja.. hihii.... eg hagret ekkert sko...meira svona snokkti.!!! eg meina thetta var bara allt mjog emotional...og mer til varnar...ekki thad ad mér finnist ég thurfa ad verja mig tha var eg svo emotional thvi ég er nykomin af U2 tonleikunum og thegar bono tok one tha gret eg semsagt ekki bara vegna tonleikanna.....eda snokkti rettarra sagt... en uff svo kom madonna og wow tha taradist ég lika ....og eiginlega var ég half ad tárast alla tonleikann ok jebb I admit eg var bara rosa emotional i dag ad horfa á thetta .... L
Ég skil þig vel, Laufey mín. Ég grét einu sinni yfir nágrönnum, ef það lætur þér líða betur.
Skrifa ummæli
<< Home