föstudagur, júlí 01, 2005

Appelsínugulur

Hef ekki verið svona uppgefin síðan að ég tók open close open vaktir á dominos hér um árið, sælla minninga. Skellti mér í pott og gufu áðan til að hressa upp á ljótleikann. Maður getur alltaf bókað að e-ð sniðugt gerist ef maður fer í sundhöllina. Settist inn í gufu og lét ógeðið sem ég hef innbyrgt síðustu daga renna úr mér í formi svita. Við vorum þrír þarna inni og einn af okkur tók óhemju mikið pláss, þannig að ég og hinn maðurinn vorum hálf klesstir upp við hvorn annan og ég svona út í horni. Síðan þegar að plássfreki maðurinn fór þá var hinn ekkert að færa sig. Svo að við sátum þarna í svona Gevalia kaffi mómenti milli tveggja manna, klesstir tveir saman í gufu. Ég hef aðeins verið að spá í með okkur rauðhærðu mennina, hvernig við náum okkur yfir höfðu í kvenfólk. Því meira sem ég hugsaði um þetta, því meira fannst mér þetta stórmerkileg pæling. Sannleikurinn er bara sá að við erum með appelsínugult hár á hausnum og appelsínugul líkamshár! Hvenær hefur appelsínugulur verið tískulitur? Aldrei! Ég meina það er flott að vera með svört hár eða ljós, en náhvítir menn með appelsínugul hár. Út frá þessu fór ég að muna eftir því að hafa heyrt fleiri en eina konu viðurkenna að þær ætli eða hafi ætlað aldrei að vera með rauðhærðum mönnum. Ein af þessum konum er meira að segja fyrrverandi kærasta mín, ég nefni engin nöfn. Ég verð að segja að ég skil þær samt alveg, ef ég væri kona þá myndi mér sennilega ekkert finnast þessi litasamsetning vera að ganga upp. Appelsínugulur og líkhvítur.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

appelsínugult var bara mjög heitur litur fyrir svona ári síðan og er bara enn að gera góða hluti:) og svo er nú svo gott með svona appelsínugulan lit að þegar sólin skín á hann þá fær hann á sig glæsilegan gylltan bjarma. þannig að í sól verðuru GULLÓLI og hver getur keppt við það ;)

11:47 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk gullið mitt. Og sömuleiðis.
Gullóli.

2:34 e.h.  
Blogger arna said...

ég fór í hús í gær þar sem baðherbergið var með appelsínugulu þema og leist mér vel á.
mér finnst rautt hár vera flott.

3:39 e.h.  
Blogger Óli said...

Já ég er alveg sammála, rautt hár er best!!

5:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home