miðvikudagur, mars 02, 2005

Það er búin að vera mikill jarðarfarabragur yfir þessum degi. Rigning á 5 mín fresti, grámyglulegt úti og mér líður eins og ég hafi sloppið úr eigin jarðarför.....ég er orðinn að zombie. Ég fór í dag og tók viðtal við leikskólakennara á leikskólanum hérna við hliðin á. Viðtalið er hluti af verkefni í skólanum. Mér var ætlað að taka upp á diktafón, 45 mín viðtal um börn með sérþarfir. Ég reddaði diktafón í gegnum Jóhönnu Völusystir og mætti galvaskur í morgun kl 11 til að viðtalast. Þegar ég kom tók á móti mér amerísk kona sem titlaði sig sem "the woman your interviewing". Allt í góðu sagði ég og skellti mér í stellingu spyrilsins. Síðan byrjaði ég að spyrja og spyrja og konan svaraði og svaraði. Þegar ég var alveg búinn með allar spurningar þá fór ég að draga í land. Ég var nokkuð sáttur og alveg viss um að ég hefði verið allavega rúmlega hálftíma. Þegar ég kom svo út, þá áttaði ég mig á því að ég hefði einungis talað í 10 mínútur og þegar ég hlustaði á viðtalið þá heyrðist aðeins e-ð muldur í konunni. Það versta var samt að inn á milli muldursins þá kom reglulega frá mér, gáfulegt svona "UUUUMMMMMMMMM" eins og Kristján í Kastljósinu væri bara mættur. Eini munurinn var sá, að ólíkt honum, þá vissi ég ekkert hvað viðmælandi minn var að tala um.
Ég og Vala vorum aðeins að leika okkur áðan með örlagabókina hennar. Shit, ertu að grínast. Þetta er scary shit. Hún hefur tvisvar spurt bókina hvort að maðurinn hennar verði ljóshærður eða dökkhærður. Í bæði skiptin hafa komið mismunandi svör, en í bæði skiptin að hann verði rauðhærður. Síðan var svarið við spurningunni "Hvernig er einkenni mannsins míns?" = Afbrýðissamur eins og tígrisdýr. Sounds familiar.
Síðan var komið að mér. Alltaf sama paranoian og alltaf verið að ýta undir þessa paranoiu. Ég spyr (að sjálfsögðu) "mun konan mín halda fram hjá mér" = Ekki í fyrstu, en eftir 7 ár þarf hún að svara til saka!
Síðan spyr ég "mun konan mín svíkja mig?" = Ef hún finnur e-n til þess að hjálpa sér við það!
Great, þannig að næstu 7 ár þarf ég að undirbúa mig undir það að konan mín sé að leita að e-m til þess að halda fram hjá mér með. Eða kannski ætti ég bara ekki að taka svona bækur alvarlega.

10 Comments:

Blogger arna said...

kommon óli!
hvað varð um þessi fleygu orð sem ég las um daginn "look at me I´m growing"..
og ekki vera alltaf þessi bölsýnismaður..

8:56 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég veit ég veit, ég er hættur þessu.

9:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jei, Ólikapóli. Þessi bók er ætluð til gagns og gamans..ekki nýr örlagakóran fyrir bókstafstrúar panikmenn:)
Kv, Valrus

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert nötts Óli!

KT

4:10 e.h.  
Blogger Ásta said...

Þú getur alveg eins verið piparsveinn til æviloka ef þú ætlar að hafa áhyggjur af öllu svona langt fram í tímann! Eða þú bara nagar sjálfan þig í handarbakið næstu 7 árin og bíður eftir að konan misstígi sig... Good luck Vala!:) hehe
Nei, Óli, live a little!

6:45 e.h.  
Blogger Óli said...

Ó kommon þetta var nú meira sagt í djóki : )

7:13 e.h.  
Blogger arna said...

hjartanlega sammála systkinunum!
og óli, í alvöru ekki hugsa svona. þú veist að þetta skemmir.
be happy :)

12:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko, besta leiðin til þess að ná takmarki sínu er að sjá sjálfan sig fyrir sér hafa náð því. Ertu nokkuð að búa þér til soldið óhentugt takmark þarna? ;o)

BTW, það er dúkka hérna sem er sár yfir að hafa "gleymst" í aftursæti á bláum bíl.

Kv. Völusystir.

12:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...yfir í annað.

MP3 spilarinn þinn góði sem þú vannst í Idol leiknum. á þessum link www.andmenning.com/sony_mp3.zip er allt sem þú þarft til að nota hann og það án þess að setja in þetta SonicStage rusl. Auk þess sem þessi hugbúnaður styður MP3 beint án þess að breyta í Atrac3.

Vona að þetta hjálpi :)

Kristinn

8:59 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir þessi góðu ráð. En ég sver þetta var meira sagt í gríni en alvöru. Á hinn bóginn skal ég viðurkenna að ég þarf á vænu hnefahöggi í andlitið að halda til að hrista af mér þetta kjaftæði. Býður sig e-r fram?

12:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home