sunnudagur, mars 16, 2008

Gruggið

Um þessar mundir heldur Sálin hans Jóns míns upp á 20 ára starfsafmæli. Ég hef nú ekki verið mikill aðdáandi sveitarinnar í gegnum tíðina þó svo að ég geti alveg dillað mér við einstaka lagstúf. En forvitni leiddi mig til að skoða sögu hljómsveitarinnar á tónlist.is. Það er nokkuð merkilegt hvað hljómsveitin hefur gengið í gegnum miklar breytingar og mismunandi tímabil. T.d. byrjuðu þeir sem svona pjúra soulband í glansjökkum og alles. En þeir segjast nú sjálfir hafa fundið soundið sitt á sinni annarri plötu, Hvar er draumurinn? Án þess að ég ætli að rekja hér sögu Sálarinnar þá fannst mér bara svo fyndið hvað áhrif gruggsins(a.k.a. La Grunge) er að finna víða. Málið er nefnilega það að þegar að Sálin var á hátindi frægðarinnar árið 1992 gáfu þeir út plötu sem kom aðdáendum í opna skjöldu. En það var fjórða plata sveitarinnar og bar heitið Þessi þungu högg. Það sem vakti athygli var að meðlimir voru allt í einu komnir með sítt skítugt hár, gengu í köflóttum vinnubúðarskyrtum og voru almennt harðari í horn að taka en menn áttu að venjast. Mér finnst reyndar erfitt að ímynda mér Stefán Hilmarsson sem einhverskonar Bad ass. Ég sé hann aldrei fyrir mér sem Kurt Cobain Íslands, en maður skrifar víst ekki söguna eftir á.
Það er frekar fyndið að hlusta á tóndæmi frá þessari plötu en þetta er allt frekar gruggugt og þungt, sérstaklega miðað við Sálina hans Jóns míns. Og þrátt fyrir allt skítuga hárið þá syngur Stefán áfram eins og fermingardrengur. Þeir eru ágætir.

Í gær fór ég í algjört pylsupartí á gamla mátann. Sem var helvíti gaman þó svo að heilsan hafi ekki verið upp á sitt besta í dag. Comes around goes around. En drengirnir bentu mér á þessi tvö klipp sem mér finnst alveg frábær. Forsagan er sú að þessi Jimmy Kimmel er þáttastjórnandi í USA og annar helmingur The Man show. Hann hafði þann háttinn á að bjóða Matt Damon í viðtal til sín og tala svo ekkert við hann vegna "tímaskorts". Í þessu klippi heldur grínið áfram en Sarah Silverman, kærasta Jimmy´s, þarf að játa ákveðna hluti fyrir honum. Enjoy...ekki klikka á að horfa á bæði myndböndin. Snilld.

Fyrra...


Seinna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home