lestrarhestur
Í kvöld var ég að keyra í Nóatún að kaupa í matinn og sá mann á gangi. Kannski ætti ég að segja ungan mann eða dreng. Allavega þá var hann sennilega rúmlega tvítugur og leit út eins og þessi týpíski indý hugsuður kaupi fötin í hjálpræðishernum vinn helst með börnum eða fötluðum hlusta eingöngu á tónlist sem enginn hefur heyrt um borða grænmetisfæði hangi á kaffihúsum sem eru svo inn að aðeins nokkrir útvaldir hafa uppgvötað semur ljóð finnst peningahyggjan ógeðsleg stundar nám í heimspeki var í MH hatar sjónvarp les rússneskar bókmenntir dreymir um París á sumrin týpa. Og nú vill ég ekki vera fordómafullur.
En það sem vakti athygli mína á þessum manni, fyrir utan það augljósa hér að ofan, var að hann var að lesa. Gangandi. Ég meina hvað er málið?
Hversu djúpt sokkinn þarftu að vera í nýjustu bókina hans Gyrðis Elíassonar til að lesa hana gangandi út á götu? Ég bara spyr. Eða kannski er ég bara að missa þolinmæðina á mannkyninu. Kannski þarf ég bara að halda niður í mér andanum þangað til í vor þegar skólinn er búinn og ég fer í sumarfrí. Gasp...
5 Comments:
Hehe, Ég hlít þá að vera jafn skrítin þar sem ég hef gert það í mörg ár að lesa bækur á meðan ég labba. Þetta krefst smá æfingar en gerir labb mun skemmtilegra.:D
Haukur
sek!
Þetta er kannski leið til að sofna ekki yfir námsbókum!!! Ætti að hugsa mig um :)
kv.
Íris Khí
Frábær stereotýpulýsing. Minnir mig á monologana úr Juno. Skemmtilegt.
Ég hef oft reynt að lesa labbandi, það á ekki við mig þar sem ég geng alltaf á etthvað eða einhvern.
-lélegur multitask örgjörvi á mínu móðurborði...
KT
Haukur og Tinna: Vá, ég hélt að þetta væri einsdæmi í mannkynssögunni sem ég sá þarna á gangi. En ok þið eruð talented.
Íris: Já ég spáði nú ekki í það. Góð hugmynd.
KT: monologarnir í Juno, so great. Æðisleg mynd í alla staði. Við erum sennilega með sama örgjörva.
Skrifa ummæli
<< Home