Snorricam
Um daginn var ég að skoða stórskemmtilega síðu þeirra snorrabræðra www.snorribros.com. En það er heimasíða þeirra Einars og Eiðs Snorra, sem eru semi celeb hér á landi fyrir ýmislegt tengt ljós- og kvikmyndun. Til að mynda leikstýrðu þeir myndbandinu við REM lagið Daysleeper sem er reyndar alveg hundleiðinlegt lag. Svo gerðu þeir líka Kaffibarsmyndaseríuna skemmtilegu sem á nú að gefa út í bókarformi. Magnað hvað þær myndir virðast ná tíðarandanum þarna á gruggtímabilinu. En anywhooooos. Á síðunni þeirra rakst ég á þá staðreynd að myndataka eins og myndbandið hér að ofan sýnir heitir í höfuðið á þeim. Snorricam. Is that not amazing. Samt sem áður er torskiljanlegt að þeir voru nú ekki þeir fyrstu sem notuðu þessa tækni, en þeir hafa verið svo sniðugir að skíra þetta í höfuðið á sjálfum sér. Ísland best í heimi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home