Nýjar myndir og gamlir kennarar
Fallegu börnin og fótógeníski föðurinn
Nói strax byrjaður að lesa
Prinsessan á heimilinu
Flott skegg? Vala sagði nei!
Á stuttu millibili hef ég hitt tvo af umsjónarkennurum mínum frá sokkabandsárunum í æfingaskólanum (a.k.a. Háteigsskóla). Í fyrsta lagi rakst ég á Sigrúnu sem kenndi okkur í b bekknum í mörg ár. Hún er að vinna á frístundaheimilinu í Melaskóla og var gaman að rekast á hana. Hún sat og horfði á þegar ég þurfti að halda klukkutíma ræðu fyrir fullum sal af fólki. En hún kom eftir á og hrósaði mér. Mér þótti mjög vænt um það og mér leið alveg eins og ég hefði munað allan textann minn í skólaleikriti í átta ára bekk. Og kennarinn hrósaði mér.
Svo í dag hitti ég Ingibjörgu sem kenndi okkur í b bekknum í gegnum gagnfræðibekkina. Hún starfar núna fyrir leikskóla Garðabæjar þar sem hún rannsakar málþroska barna og á meðal annars heiðurinn af málþroskaprófinu Hljóm-2 sem er nokkuð magnað. En alveg eins og Sigrún þá hefur Ingibjörg eitthvað tak í mér. Hún kom að mér í dag þegar ég var að tala við nokkur börn og lagði hendina á öxlina á mér og sagði "HARD ROCK CAFÉ!" (Nei þetta var prívat skot fyrir gamla skólafélaga). Hún lagði reyndar hendina fast á öxlina á mér og sagði "Ólafur Brynjar, talaðu hægar!" Þetta hitti mig beint í eistun, þar sem ég er alveg einstaklega meðvitaður um óskýran talsmáta minn. Ég fór strax að biðja hana um ráð til að læra að tala skýrt og skiljanlega. Hún sagði mér að tala hægt og ég ætti að gefa mér tíma til að láta öll hljóð í orðinu heyrast. "Alveg eins og söngvarar gera" sagði hún. Og nú reyni ég að gefa mér tíma til að hugsa um setningar áður en ég segi þær og passa að láta allt orðið koma skýrt fram. Ég er alveg kominn með nóg af því að sjá svipinn á fólki þegar ég er að tala við það. Fólk verður alltaf svo spyrjandi á svipinn þar sem það skilur oftast ekki hvað mín hálflamaða tunga er að segja. T.d. þegar sumir héldu að ég væri að læra vistafræði þegar orðið átti að vera viÐSKIPTAfræði. Prufið bara að segja þetta hratt.
4 Comments:
hohohohoho, ég veit ekki alveg hvar ég að byrja....en þið eruð uppáhaldsfjölskyldan mín. djöfull eruði sæt! og erm...með neðstu skeggmyndina....YMCA! og feita barta með, setjum þig kannski í drapplituð flauelsjakkaföt, heiðgula dralon skyrtu og risastórt vínrautt bindi og dökkbrúna sokka.....bla.. og er það sem mér sýnist að rauðgullni koparliturinn, er hann smitandi? rennur hann til? á börnin?
Ég er til! Ég safna bara aftur skeggi. Takk fyrir þetta, þú ert líka uppáhaldsfjölskylduvinurinn eða besta frænka ; )
HÆhæ
Ég hef heyrt nokkrum sinnum að ég tali of hratt og að fólk skilji mig ekki hehehe en ég verð að segja að ég hef aldrei átt erfitt eð að skilja þig....hefur þú átt erfitt með að skilja mig???? kv.M
Aldrei. Kannski tölum við bara skýrt og allir hinir heyra illa.
Skrifa ummæli
<< Home