fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Long and hard is the road out of hell..

...en stígurinn í Hljómaskálagarðinum er mjög þægilegur til göngu á svölum vetrarkvöldum. Og þegar ég gekk áleiðis á Hagamelinn til að hitta ungfrúna góðu og börnin varð mér hugsað um almenningsgarða. Sérstaklega þá sem eru grænir allt árið um kring í konungsins Kaupmannahöfn. Það sem greinir lystigarðana þar í landi frá þeim sem við eigum í Reykjavík eru girðingar. Að mig minnir stórar múrgirðingar með hliði. Í Reykjavík eru ekki margir almenningsgarðar ef svo mætti kalla þá. Mér dettur helst í hug áðurnefndur Hljómaskálagarður, Klambratún, Laugardalurinn og sennilega fleiri sem ég man ekki eftir.
Bæði Hljómskála- og Klambratún henta að mínu mati best sem þessir dæmigerðu fjölskyldu og vina almenningsgarðar. Einmitt líkt og þeir í Danmörku. En það sem gerir þessa tvo garða svo sérstaka er að þeir eru báðir umkringdir miklum umferðarþunga. Sem aftur gerir það að verkum að erfitt er að komast í góðan fíling með teppi, FHM og bjór á þeim þremur dögum ársins sem hitastigið er hærra en 18 gráður á celsíus í Reykjavík. Maður getur heldur ekki slappað af með börnin þegar 500 bílar þjóta hjá á 100 km hraða í nokkra metra fjarlægð.
Þá kemur pælingin. Af hverju eru þessir garðar (hann átti afmæli í gær - til hamingju gamli minn) ekki girtir af? Væri ekki skemmtilegri stemmning ef fólk gæti farið með börnin sín í stóran afgirtan garð þar sem allir væru öryggir? Bara pæling.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sammála þér, en Grasagarðurinn er líka æði þegar morðóðu gæsirnar láta mann í friði.....ég hef án gríns þurft að flýja með börnin því gæsirnar réðust að okkur hehehe hversu fyndið er það hahaha.

4:50 e.h.  
Blogger Óli said...

He he...ef ég er einhvertíman með ofbeldi gegn dýrum þá er það gegn stórum fuglum sem skíta á og bíta allt og alla. Og öllum nagdýrum.

11:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home