fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Lost og glæpur

Þegar ég og Valgerður fórum að stinga saman nefjum áttum við það til að vaka heilu og hálfu næturnar og ræða um lífið og tilveruna. Ef við vorum ekki að ræða um það þá vorum við iðulega að glápa á Lost. Þættirnir um strandaglópana vöktu upp ýmsar spurningar þá sem þó aldrei fengust svör við, en alltaf hélt maður áfram að glápa. Nú erum við búin að vera saman í þrjú ár (og eigum tvö börn, annað tveggja og hálfs árs - how is this possible) og við erum ennþá að brjóta heilann um hvað sé nú í fjandanum að gerast í Lost. Sería 4 er nú byrjuð og þó að fyrstu þrír þættirnir hafi sannarlega svarað nokkrum spurningum þá er því ekki að neita að þeir hafa vakið upp ýmsar aðrar spurningar. Og sú sem kemur oftast upp í hugann á mér er þessi:
Hvernig í andskotanum geta framleiðendur Lost sofið á nóttinni og haldið áfram að kvelja fólk með þessum endalausu lopateygjum og leynimakki?
Þeir mega nú eiga það að þetta er alltaf jafn helvíti spennandi. En það sem er líka mjög spennandi eru þættirnir góðu Forebrrrelza eller pá islansk glæpurinn. Nú er ég búinn að vera að deyja úr spennu á hverjum sunnudegi og á næsta sunnudag er lokaþátturinn. Og nú er ég alveg hættur að geta um hver er morðinginn. Ég held að ég sé búinn að benda á alla í þættinum á einum eða öðrum tíðspunkti. Er það lögreglustjórinn eða er það Hartman eftir allt saman eða kemur Kim Larsen fram í lokaþættinum og viðurkennir allt? Það er ómögulegt að segja til um, en það er eins með þessa þætti og Lost að framleiðendur verða að enda þetta á svaðalegan hátt ef maður á ekki að hata þá fyrir spennufallið.

Ok ok nú verð ég að bæta við svona eftir á. Ég sver ég sver ég sver að ég var ekki búinn að lesa færsluna hjá Völu frá því í gær. Please tjékk it out and don´t freak out.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ahahahaha var einmitt að hugsa dejavu! Las hjá Völu nefnilega í gær.

Ég er líka jafn hlessa yfir þessum danska þætti, veit ekkert og er einmitt líka allveg hætt að giska enda búin að giska á alla, veit bara eitt að danska þjóðinn varð víst brjáluð eftir að síðasti þátturinn var sýndur!??????Spennandi að sjá hvers vegna
Kv Ösp

8:42 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég get ekki beðið eftir sunnudeginum. Maður verður bara að passa sig að heyra ekkert eða sjá um lokaþáttinn.

11:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home