laugardagur, febrúar 16, 2008

Fréttir

Það var svo margt áhugavert í blaðinu um helgina.

Jón Ásgeir varpaði sprengju í viðtali við markaðinn þar sem hann segir stöðu bankanna vera mun verri en talað sé um. Hann vill meina að bankarnir muni hefja uppsagnir á næstu 12 mánuðum og miðað við skuldastöðu þeirra séu þeir nánast gjaldþrota. Einn vinnufélagi minn sagði mér um daginn að skuldir bankanna væru svo yfirgengilegar að það er engu lagi líkt. T.d. eru skuldir Glitnis í kringum þrjú þúsund milljarðar og hinir bankarnir skulda saman í kringum tvö þúsund milljarða. Ef maður spáir aðeins í þessar tölur þá hlýtur það að liggja í augum uppi að e-ð gæti farið að bresta.

Í söguhorninu kom fram að Maó faðir Kína hafi eitt sinn boðið Henry Kissinger frv. utanríkisráðherra USA 10 milljón kínverskar konur. Ekki kom almennilega fram í hvers konar samningaviðræðum þeir voru en þetta hlýtur að hafa verið óvænt útspil. Maður ímyndar sér þegar tvö risaveldi sitja við samningaborðið að helst sé verið að semja um milliríkjaviðskipti eða einhverskonar skiptidíla. Kannski er verið að semja um vopn frá einu landi til annars í skiptum fyrir aðgang að náttúruauðlindum.

Kissinger: "Við erum tilbúnir að flytja eingöngu inn hrísgrjón frá Ben frænda ykkar."

Maó: "Ah það er gott, Ben frændi verður glaður. Á móti viljum við leyfa stórum bandarískum fyrirtækjum að opna verksmiðjur í Kína og nota ungviðið okkar sem vinnuafl. Helst viljum við sjá um alla framleiðslu á litlu plasdóti með óeðlilega stuttan endingartíma"

Kissinger: Mjög gott, mjög gott. Þar sem að þið eruð svona rausnarleg þjóð þá munum við hvetja kvikmyndaframleiðendur í Hollywoood til að gera Bruce Lee að ofurstjörnu. Eftir að hann deyr og verður frægasti kínverji allra tíma í kjölfarið, fyrir utan þig pabbi Kína, þá munu þeir uppgvöta nýja kínverska hasarhetju á nokkra ára fresti."

Maó: Ohhh gott gott gott. Ég vissi að USA væri stórveldi, en svona rausnarlegu boði bjóst ég ekki við. Ég bjóst ekki við að þurfa að nota helsta trompið mitt en hr. Kissinger þú neyðir mig til þess. Ég vil bjóða þér það besta sem Kína hefur upp á að bjóða. Við erum svo heppnir að við eigum ofgnótt af þessu og getum deilt því með vinaþjóð okkar nr. 1.

Kissinger: hmm spennandi.

Maó: Hvað viljið þið magrar? 100 þúsund, milljón, 10 milljónir. ok 10 milljónir kínverskra kvenna. Við sendum þær til ykkar með skipum á næstu 40 árum.

En úr einni steypu í aðra. Ég skil nú ekki mikið í þessum tillögum að byggð í vatnsmýrinni. Ég er ekki búinn að fara og skoða líkanið með eigin augum en yfirlitsmyndirnar í Fréttablaðinu voru frekar torskilnar. Hljómaskálagarðurinn virtist vera stækkaður yfir Hringbraut og hún lögð í stokk undir garðinn. Mér finnst allavega mjög jákvætt að standa fyrir svona keppni svo að fólk sjái möguleikana sem eru fyrir hendi. Ég vona bara að þetta verði að veruleika og flugvöllurinn víki fyrir blómlegri byggð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home