Kúkurinn í lauginni
Um daginn fór ég í bað með bæði börnin í fyrsta sinn. Það var ákveðin upplifun út af fyrir sig og mínar baðvenjur fóru verulega úr skorðum í þetta skiptið (lesist: ég gat ekki lesið fréttablaðið). Þetta var stórskemmtileg baðferð og allir skemmtu sér vel. Nói staldraði stutt við en hann var nú ekkert að hata baðið. En þegar ég og Matta sátum eftir í makindum þá sneri ég mér að blaðinu og las um fréttir dagsins á meðan þreytan rann af mér. Matthildur sat og lék sér með baðdótið sitt og skemmti sér konunglega við að tæma úr dýra sjampóinu hennar mömmu. Þegar nokkuð var liðið á baðið þá segir Matta við mig. "Þarf að kúka". Ég lagði þá frá mér baðið og sagði "já þarftu að kúka" en þá sagði hún "nei búin að kúka". Þá hafði mín bara sleppt einum brúnum kafbát lausum í baðið. Það var skemmtilegt. Sérstaklega þar sem að það eina sem mér datt í hug að gera var að grípa barnið, standa upp og kalla á Völu. "Vala...hjálp".
Eitthvað virtist þessi sena öll hafa tekið sér bólfestu í huga Matthildar. Því að nokkrum dögum síðar vorum við að gæða okkur á grjónagraut í hádeginu með heitri lifrapylsu. Matthildur horfði vel og lengi á pylsuna og spurði svo mömmu sína "mamma, er þetta kúkur".
"Ó nei pabbi, Matta kúkaði í baðið" (mynd byggð á sannsögulegum atburðum)
Gamli kallinn
Matthildur öll létt á sér eftir baðið
4 Comments:
hmmm...mig rámar í e-ð svipað. "...inni í herbergi hjá möttu...matta segir:" mné mné þsað að kúka"...grunlausa ég:"...ok við skulum haska okkur inn á bað"..sem við og gerum..hask hask...kippi niður buxum og tilheyrandi og viðkomandi smellt á klóann...to my horror sé ég að afurðirnar eru þegar búnar að lauma sér í buxurnar...ég og nefið mitt ofurnæma ríghéldum í krakkann og andann svo ekki hyrfi píslin ofan í sinjor klókló og skældum einnig á völu. sem hló kvikyndislega. biðin eftir henni var eins og eftir sjúkrabíl - eilíft löng að mér fannst. mér fannst ég buguð og matthildur brosti og sagði:" mné mné búna kúka"...svona ef mér hefði ekki orðið það fyllilega ljóst. en þú vinnur óli-san you bathed with it! hahahahah!
óli minn, þú fyrirgefur mér e-n tíma en ég finn mig knúna til að deila öðru hér. systir mín var að tala við mig, ásamt því að baða systurdóttur mína sem var þá um 1 árs. allt í einu rekur hún upp skaðræðisóp (systir mín) og ég heyri að hún kastar tólinu og mér með því frá sér. "....skruðningar og dynkur ..."AAAAAARGH!METTA HVAÐ ERTU AÐ GERA???"...skvett skvett...hrifs...labb labb labb.."..más..tinna?? ég heyri í þér á eftir..hún var að borða rúsínurnar frá því í gær...aftur!!!"
Ég hló mikið að baðsögunni þinni óli og ennþá meira að sögunni hennar Tinnu:) LOL
Hér á bæ var á tímabili kúkað í baðið í hvert sinn sem tánni var dýft í (barnið, ekki við). Því tímabili er guði sé lof lokið.
Þetta er rosaleg saga Tinna. Damn.
Ásta: þá veit ég að þú skilur þetta vel. Sjáumst á miðvikudag ; )
Skrifa ummæli
<< Home