laugardagur, mars 15, 2008

Ritdeilur og 5 ára bekkir

Það er tvennt sem stakk mig þegar ég renndi í gegnum fréttablaðið í morgun. Í fyrsta lagi er það þessi deila sem hefur komið upp á milli Bigga í maus og Bubba. Samkvæmt pistli í fréttablaðinu sem heitir "Góð og slæm vika" var Bigga haldið á lofti sem fórnarlambi og Bubbi sagður vera tuddi og ruddi sem væri að níðast á minnimáttar. Sko bara svona til að byrja með þá HATA ég svona Inni/úti, Heitt/kalt eða alla svona lista sem eiga að leiðbeina manni hvað sé í lagi og hvað sé ekki í lagi. Dæmi úr fréttablaðinu áðan: Á toppnum á heitt/inni listanum - stuttar strákaklippingar - nú verða allar aðalgellurnar að vera með klippingu eins og whatsherface bresk fyrirsæta.
En varðandi þessa deilu þá skil ég ekkert hvað Johnny King (who!) og Geir frændi eru að væla út í Bubba. Af hverju má hann ekki hafa þessa skoðun um Bigga. Ég meina Biggi í maus er sjúklega falskur söngvari, það er bara sannleikur. Það sem Biggi sagði aftur á móti um að Bubbi væri ekki mótandi afl í tónlistarsögunni heldur frekar svona svampur sem dregur allt í sig og hermir eftir öðrum, það finnst mér vera miklu verra. Og ég verð bara að segja við Bubba: Og djöfull er ég sammála þér með þennan Bigga í maus.
Hitt sem ég stakk mig var þessi hugmynd sem komin er upp að færa fimm ára bekki yfir í grunnskólana. Ég skil bara ekki hvað er verið að spá með þetta. Flestir, eða margir, skólar eru nú þegar að springa vegna aðstöðuleysis og á þá að fara að bæta við heilum árgangi í viðbót. Svo er auðvitað ekkert hugsað um frístundaheimilin og hvernig þau eiga að bregðast við þessari skyndilegu aukningu. Þetta má allavega skoða betur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home