Prófum lokið, samt syngjandi sveittur og tapandi börnum hægri vinstri.
Þá er prófum lokið. Gekk út úr síðasta prófinu í dag kl. 10:30 með stúrin augu. Þó að úti væri stormandi rok og væta þá var ekkert annað að gera en að opna ískaldan bjór og renna honum niður undir berum himni. nei...borgarpiltsins draumur. En síðasta prófið var í dag og því er þeim hluta lokið. Ég á reyndar ennþá eftir tvö verkefni, eitt sem ég á að skila fyrir miðnætti (sniðugt að vera að blogga, 1 klst og 45 mín í verkefnaskil) og annað risastórt sem ég á að skila á miðvikudag. Samt sem áður er alltaf léttir þegar að prófin eru búin, það er allt annað að vinna verkefni heima en að læra undir próf og fara í próf. Minna stress og meiri hamingja.
Í dag varð ég formlega fullorðinn þegar við fórum öll fjölskyldan á jólaball í leikskólanum hjá Matthildi. Mér fannst ég rosalega fullorðinn að vera með tvö börn á jólaskemmtun í kjallaranum á Neskirkju. Matthildur skemmti sér nú þokkalega en var samt ekkert að taka þennan jólasvein í sátt. Fannst hann eiginlega frekar leiðinlegur bara. Reyndar gæti ástæðan verið sú að gaurinn sem lék jólasveininn talaði alveg sjúklega hátt í annars hátt stilltan míkrafón. Þetta kom út eins og Björgvin Halldórsson í voicebox tæki. Allt svona frekar dimmt og drungalegt.
Svo klikkaði ég illa í foreldrahlutverkinu þegar líða tók á ballið. Málið var að allir voru að klæða sig í útiföt til að fara yfir í leikskólann og mikil örtröð myndaðist í kjölfarið. Ég var að klæða Möttu og Vala klæddi Nóa. Lítil stelpa var þarna grátandi og hafði týnt mömmu sinni. Ég var að fylgjast með því sem gerðist í kringum hana og án þess að ég tæki eftir þá hvarf Matthildur. Ég leit í kringum mig og var nokkuð viss um að hún væri nokkra metra frá mér. Við Valgerður byrjuðum að panika svona létt þegar við sáum hana ekki inn í kirkjunni. Ég þaut þá út og í átt að leikskólanum þangað sem að straumurinn af fólki stefndi. Þegar ég kom að bílastæðinu sem að skilur að kirkjuna og leikskólann var starfsmaður leikskólans nýbýinn að finna hana, leikandi sér í polli á miðju bílastæðinu.
Ég held svona án gríns að ég hafi litið af henni í fimm sekúndur. Ég áttaði mig bara ekki á því að hún væri svona snögg. Ég fékk svo fregnir af því frá starfsfólki leikskólans að hún ætti þetta til, að skjótast svona í burtu þegar tækifæri gefst. Svo finnst hún í hinum endanum á húsinu í rólegheitum. Nú eru breyttir tímar. Hert öryggi og meiri gæsla.
3 Comments:
agggagagg! óli, sofar ert þú það eina skemmtilega við desember! þú og staðreyndin að ég fékk miða á rufus wainwright á 5 bekk sæti 15 og 16 í miðjunni upp á hár! kannski verð ég flutt til new york þá.....
Takk fyrir það, þú ert líka mjög skemmtileg ; ) Rufus, við sjáumst bara vonandi þar ; )
retro jordans
christian louboutin uk
moncler pas cher
gucci outlet online
ray ban sunglasses
abercrombie & fitch
michael kors canada
louis vuitton outlet
louis vuitton handbags
gucci outlet online
201612.23wengdongdong
Skrifa ummæli
<< Home