Allir sjúkir í ljúfleikanum.
Já það er ansi ljúft að vera í fæðingaorlofi. Við fjölskyldan höfum það huggulegt fram eftir degi og njótum þess að vera saman í fríi. Reyndar þá er Matta orðin veik og hefur því ekkert farið í leikskólann. Hún er bæði með hita og augnsýkingu, sem ég smitaðist af.
Eins og sést á myndinni þá lít ég út eins og Sly í Rocky 3 eftir að Ivan Drago hafði lumbrað á honum. Við tökum okkur samt vel út saman við feðginin.
Litli gaurinn er allur hinn rólegasti. Það eiginlega bara heyrist ekkert í honum. Ég hef mikið verið að hugsa um hvað það voru miklu minni viðbrigði að eignast hann en Möttu. Þegar hún kom þá breyttist allt og við þurftum að búa til system í kringum hana. En hann kemur í raun inn á svona vel fúnkerandi kerfi.
Ég man ég sá einu sinni svona djók lista yfir mun á foreldrum sem voru að eignast fyrsta, annað og þriðja barn. Ég man ekki mikið af honum, en t.d. stóð að foreldrar með fyrsta barn myndu skipta á barninu á 10 mínútna fresti og stöðugt vera að kíkja í bleyjuna. Foreldrar með annað barn myndu frekar bíða aðeins og skipta kannski á klukkutíma fresti eða þegar bleyjan væri vel farin að gulna.
En foreldra með þriðja barn myndu skipta einungis þegar að gamla bleyjan myndi leka niður sökum þyngdar og barnið gæti bara skriðið/gengið sjálft úr henni. (Þetta á að sjálfsögðu ekki við okkur).
Matthildur hefur tekið upp á nýju áhugamáli en það er að leysa krossgátur. Hún hefur horft upp á pabba sinn klúðra hverri gátunni á fætur annarri og ákvað því að reyna sjálf. Hún er ekkert smá einbeitt við þetta og ég spái því að hún fari fram úr mér fyrir næsta afmælisdaginn sinn.
Ég ætla að reyna að setja inn myndir í kvöld frá fæðingunni og heimkomunni inn á myndasíðuna hér til hliðar.
6 Comments:
Hæ hæ - Gaman að sjá fleiri myndir. Batakveðjur til ykkar Möttu og vonandi fæ ég að kíkja í kaffi við tækifæri. Luv M
Til hamingju með nýja Bebe, ertu að grínast með krossgátuna, er þetta undrabarn? Ég er búin að hlæja geðveikt yfir þessu. ætla að kíkja á myndirnar núna
Kossar og knús frá Ástralíu
Takk fyrir kveðjurnar. María þú bara kíkir hvenær sem er. Verðum í bandi.
Gaman að heyra í þér Katrín. Barnið er wunderkinder. Bið að heilsa Arnold.
Vá ekkert smá dugleg skvísan að hitta í reitina í krossgátunni! ég á bara ekki til eitt einasta orð! Snilli.
Ég get vel ímyndað mér að það sé munur á að eignast fyrsta og annað barn, sérstaklega þegar þið takið öfgarnar á þetta, fyrst með pínkulítið barn og svo svona risa sem á eftir að byrja að skríða í næstu viku;) hehe
svo má líka benda á að hún ræður krossgáturnar ekki með býanti heldur...PENNA!
og ekki blýanti heldur...
Skrifa ummæli
<< Home