Parenthood.
Like Father like daughter
Eins og sumir hafa kannski tekið eftir þá er ég búinn að breyta síðunni eilítið. Ég sameinaði þessa ofgnótt af myndaalbúmum í eitt, að hætti bibbunar ; ), mjög sniðugt verð ég að segja. Ég tók líka aðeins til í linkunum, bætti við nýjum og tók út þá sem aldrei blogga (sorry guys).
En hvað um það. Ég var að horfa um daginn á Family Jewls, sem er raunveruleikaþáttur um Gene Simmons, konu hans Shannon Tweed og börn þeirra tvö. Greinilegt er að þessi þáttur á að fylgja eftir vinsældum The Osbourne´s. Gene Simmons kallinn, er nett bilaður og á ég erfitt með að ímynda mér að hann hafi sængað hjá 7000 konum (eins og hann segir sjálfur frá)
Það vaknaði hjá mér ákveðin pæling eftir að hafa horft á F.J. um daginn. Mér finnst nefnilega samnefnari með þessum tveimur þáttum hvað fjölskyldan virðist vera samheldin og börnin þeirra sjálfstæð og svona almennt nokkuð heilbrigð. Svona fyrirfram myndi maður ætla að slíkt hollywood -, rokkara-, celebuppeldi væri engum manni hollt.
Það fyrsta sem maður hugsar um slíkt uppeldi er dóp, tíðir skilnaðir, alkahólismi og lítil tenging við raunveruleikann. En gæti verið að það sé bara fordómar og afbrýðissemi í mér að hugsa svoleiðis. Auðvitað er ekki hægt að neita því að sum þessara barna eru nett klikk. Ég myndi seint biðja Sharon Osbourne um að passa Matthildi.
En Það sem ég er frekar að meina er hvað þessir krakkar eru ófeimnir við að taka á skarið og eru með góða félagslega hæfileika.
Hérna kemur þá pælingin. Getur verið að börn óábyrgra og óheflaðra foreldra, sem eru þó óhræddir við að sýna ástúð og tilfinningar í garð barna sinn, séu betur í stakk búinn félagslega?
Ég þarf ekki nema að horfa í kringum mig á persónur úr mínu lífi til að sjá þetta. Nú er ég reyndar helst að tala um stráka sem eiga í slíku sambandi við feður sína og svo stelpur sem eiga í slíku sambandi við móður sína. Einnig á þetta við þá sem eru í litlu sambandi við feður sína (strákar) eða mæður (stelpur). Þeir strákar sem ég þekki sem falla undir þessa skilgreiningu eru allir miklir "go getter-ar". Eru ekki mikið að stoppa og spá í hlutina heldur kýla bara á þetta og framkvæma. Svo eru hinir sem hafa átt stjórnsama feður. Þeir eru oftar en ekki kurteisir og almennt vel upp aldir en eiga erfitt með að taka skrefið út í lífið. Þeir eru líka oftar en ekki eilítið inn í sér og ósjálfstæðir.
Alveg eins og í þáttunum sem ég talaði um áðan, þá held ég að foreldrar barna sem falla undir fyrrnefndu skilgreininguna líti á börnin sín frekar sem jafninga og vini. Oftast eru vinir barnanna þeirra líka vinir foreldrana, þannig geti foreldrið jafnvel mætt í partý og verið sem einn af hópnum.
Ég átta mig á því núna þegar ég er að skrifa þetta að kannski hefði verið gáfulegra að pælingin hefði verið:
Gæti verið að börn stjórnsamra foreldra eigi erfiðara fyrir vikið að fóta sig félagslega?
Ég vona allavega að ég geti veitt dóttir minni og bróður/systur hennar uppeldi þar sem að þau/þær líta á mig sem jafningja. Ég held að aðalatriðið sé að foreldrar megi ekki gleyma því að lifa lífinu sjálf.
3 Comments:
Hehe, einhvern veginn finnst mér eins og við (eða bróðir minn amk) séum dæmi um fyrrnefnda hópinn....:-) Hver annar á pabba sem er með í öllum partýum?:) LOL
Ég skal viðurkenna að ég hafði ykkur í huga, en ég er alls ekki að segja að pabbi ykkar sé óábyrgur. Ég vona að ég verði ekki laminn í afmælinu ; )
retro jordans
calvin klein underwear
kyrie spongebob
off white
kenzo
supreme
stephen curry shoes
bape clothing
off white outlet
off white
Skrifa ummæli
<< Home